Fallegur dagur er að kvöldi kominn.

Ég vil byrja á því að þakka öllum þeim skátum og foreldrum sem lögðu hönd á bagga við að gera þennan dag eins frábæran eins og hægt var.

Veðrið lék við okkur, kallt en sólríkt og fallegt.

Skrúðgangan var með eindæmum flott og á glæsileg fánaborg og trommusveit heiðurinn af því.

Skátatívolí, vöfflusala, hoppukastalar og margt fleira prýddi skólalóð Lágafellsskóla.

Mosfellsbúar mættu á hátíðarhöld á fyrsta degi sumars og það var yndislegt að sjá hamingjuna í augum barnanna í leik og gleði.

Gleðilegt sumar Mosverjar.