Um leið og Mosverjar óska öllum Gleðilegs sumars og þökkum fyrir góðan skátavetur ætla ég að segja frá því hvað er að gerast á næstunni.

1. maí hefst hreinsunarátak í Mosfellsbæ og Mosverjar hreinsa Varmána og Reykjahverfi. Mæting er við skátaheimilið kl. 9.00 laugardagsmorguninn 1. maí og unnið fram á hádegi. Nauðsynlegt er að senda tölvupóst á til að tilkynna þátttöku því það þarf að skipuleggja daginn. Hugsast getur að við verðum einnig að á sunnudeginum en það fer eftir því hversu vel okkur gengur á laugardeginum. Fylgjast með hér á heimasíðunni.

13. maí, Uppstigningardag, verður vígsla á göngustíg, þeim fyrsta sem lokið er. Mæting er við Syðri Reyki kl. 11.00. Eftir smá athöfn er farið með rútu að Hafravatnsrétt og þaðan gengið eftir stikum að Syðri Reykjum. Heitt kakó og kex á skátasið í lokin. Búast má við að göngumenn komi þangað um 13:00.

Undirbúningur fyrir 7 tinda hlaup er hafinn fyrir löngu en nú er hlaupið í annað sinn. Hlaupið er 5. júní og hefst kl. 10:00 frá Lágafellslaug. Hlutverk okkar er undirbúningur, brautarvarsla og drykkjarstöðvar. Margar hendur vinna létt verk og hér þarf sko margar hendur. Búast má við 200 manns að hlaupa, vonandi fleirum.

Þá er 17. júní á sínum stað og þá eru skátarnir með sjoppu og tívolí. Nóg að gera þann daginn.

Strax 18. júní er síðan haldið að Úlfljótsvatni í fjölskylduferð Mosverja. Síðast mættu 100 manns. Nú verður dagskráin meiri og þá er bara að pakka og mæta. Mæting á sama stað og í fyrra. Norðan við klósetthúsið og áleiðis að vatninu. Hægt að spyrja í þjónustumiðstöð. Það má leggja af stað á 17.6.

Stjórnin