Á fundinum í gær ákváðu krakkarnir að þau vildu fara í útilegu um helgina, frá föstudegi til sunnudags. Það verður farið upp á hellisheiði, á svipaðar slóðir og síðast, nema í þetta skiptið verða þau í tjöldum. Því er mikilvægt að krakkarnir komi með góða svefnpoka og dýnur með sér. Þau þurfa að koma með allan mat með sér nema laugardags kvöldmat.

Látið mig vita sem fyrst hverjir ætla að koma svo ég viti hvað margir þurfa að skutla og sækja.

Þeir foreldrar sem sjá sér fært um að skutla og sækja skulu hafa samband við mig sem fyrst, og segja mér hvenar þeir geta lagt af stað... ég geri ráð fyrir u.þ.b. þremur bílum, en það kemur í ljós eftir því hvað margir ætla að koma með.

Kv. Drífa

P.s. vegna anna verð ég ekki með í útilegunni nema á laugardaginn, en Henry og Elmar úr Landnemum sem krakkarnir eiga að þekkja verða með krökkunum alla helgina.