Í gær hringdi hópurinn sem nú er staddur í Austurríki í mig. Þau báru sig vel. Einn rigningardagur en allt hefur gengið vel. Nú er mótið búið og þau hafa flutt sig um set af mótssvæðinu og inn í Vín en þar er ætlunin að dvelja í nokkra daga á tjaldstæði og drekka í sig menninguna. Ævar sagði að öll hafi þau verið stillt og enginn hafi fengið mikið af skömmum. Sérstaklega tók hann fram að valdagskráin sem þau völdu áður en þau fóru út hafi gengið vel og allir ánægðir. Allir báðu að heilsa heim.