Á þessu námskeiði gefst dróttskátunum kostur á að tækla margvísleg verkefni í samvinnu við aðra dróttskáta og þróa um leið með sér leiðtoga- og hópavinnuhæfileikana.

Hver kannast ekki við að vera pínu villtur? Möguleikarnir eru margir en hvað skal gera? Námskeiðið er grunnur að frekari foringjaþjálfun.  Höfuðáherslan á námskeiðinu verður hópastarf; -hvernig maður vinnur í hópi, allt frá hugmyndavinnu að framkvæmd.

Námskeiðið er haldið í Bláfjöllum, helgina 1.-3. október 2010 og kostar 6500kr. 
Mæting er við BÍS (Hraunbæ 123) á föstudeginum kl. 19:00 og lagt af stað heim á sunnudegingum kl. 15:00.
Mosverjar greiða helming af verði af námskeiðum BÍS fyrir starfandi dróttskáta og eldri.

Skráning á http://skatar.is/vefur/courseregistration.asp og best er ef að dróttskátar hafa skráð sig fyrir miðvikudaginn 29. sept.

Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður,