Nú eru skátapeysurnar komnar og það er byrjað að dreifa þeim. Þeir sem eru búnir að borga félagsgjaldið geta fengið peysu hjá starfsmanni Mosverja. Hægt er að greiða félagsgjaldið með frístundaávísun eða millifæra inn á reikning Mosverja. Ef ekki er hægt að greiða í einu lagi er hægt að hafa samband við gjaldkera Mosverja og semja um næstu greiðslu.

Bankaupplýsingar fyrir millifærslu: 0549-26-310   kt. 640288-2489.