Útilegan verður í Kút á Hellisheiði n.k. helgi.

Ekki er um formlega skráningu að ræða á alnetinu en krökkunum var gefinn frestur til að svara fram að fundinum í kvöld.  Reyndar reyndi ég að ná endanlegri þátttöku á síðasta fundi en þar sem margir voru ennþá óákveðnir,þá lengdi ég þennan frest fram á kvöldið í kvöld.

Farið verður frá Mosverjaheimilinu kl. 19:30 og eiga allir að vera búnir að borða.  Krakkarnir þurfa hlýja svefnpoka,dýnur, hlýan fatnað, góða skó og skjólfatnað.  Einnig þurfa þau að hafa eftirfarandi nesti:  Morgunmatur fyrir laugardag og sunnudag, hádegismatur fyrir laugardag og sunnudag og síðdegishressingu fyrir laugardag.

Innifalið í verði er kvöldhressing og kvöldverður á laugardaginn.  Skálagjöldum verður stillt í hóf og krakkarnir redda fari á staðinn með foreldrum.

Ég reikna með að kostnaður verði um 3000 kr.

Síðustu forvöð eru í kvöld að tilkynna þátttöku vegna matarinnkaupa.

Sendið staðfestingar sms á:661-0989 (Stefán)