Mosverjar glöddust saman í Krikaskóla í kvöld á síðasta atburði félagsins á þessu ári. Áður en við hittumst öll saman þar tóku fálkaskátar og dróttskátar þátt í æsispennandi jólaleik hingað og þangað um bæinn. Á jólafundinum var sungið saman og perlur og merki voru veitt til fálkaskáta og nokkrir drekaskátar voru vígðir. Svo enduðum við kvöldið af sjálfsögðu á smá skátakakói og jólasmákökum.

Gleðilega hátíð!