Aðalfundur Mosverja 2011 var haldin í gær. Kolbrún Reinholdsdóttir og Ingveldur Ævarsdóttir gengu úr stjórninni og þökkum við þeim fyrir ánægjulegt samstarf og vonumst til að fá að njóta krafta þeirra á nýjum vetvangi. Í stjórn voru kosnir Kjartan Jónsson og Hlynur Pálsson. Bjóðum við þá velkomna í hópinn. í stjórninni í dag eru því, Gunnar Atlason félagsforingi, Ævar Aðalsteinsson, aðstoðar félagsforingi, Hólmfríður Pálsdóttir gjaldkeri, Vala Friðriksdóttir ritari, Gunnar Ingi Gunnarsson, Kjartan Jónsson og Hlynur Pálsson meðstjórnendur.

Þá var Einar Nilsen valinn sem húsumsjónarmaður/birgðarvörður og Páll Sigurður Magnússon sem bátsmaður. Fundarstjóri var Atli Smári Ingvarsson og fundarritari Vala Friðriksdóttir.