Í tengslum við Jamboree, Alheimsmót skáta 2011, hefur stjórn Mosverja samþykkt að taka á móti 40 breskum skátum í fæði og uppihald frá 7. ágúst til 12. ágúst. Nú erum við byrjuð á fullu að skipuleggja þessa heimsókn, það er leita að heimilum og skipuleggja dagskrá heimsóknarinnar.

Í kvöld kl. 20:00 verður fundur með Jamboree förum og foreldrum þeirra og mun þetta mál verða eitt af því sem rætt verður um.

Áhugasamnir eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við Gunnar Atlason á netfangi