15 Mosverjar eru núna staddir á Alheimsmóti Skáta í Svíþjóð ásamt tæplega 300 öðrum íslendingum.

Mótið var sett í gær við hátiðlega og skemmtilega athöfn þar sem 39.000 skátar voru saman komnir til að fagna setningu mótsins.

Fánaberar íslensku þjóðarinnar voru Þórhildur Þorbjarnardóttir og Friðrik Sigurðsson, bæði Mosverjar, og voru þau landi og þjóð til mikils sóma. Ákaft var fagnað hjá Íslensku þátttakendunum þegar þau gengu á svið með Íslenska fánann og þjóðin var tilkynnt.

Ævintýrakveðjur frá Mosverjum á Jamboree 2011