Í dag hefjast skátafundir vetrarins með fundi Hafarna (strákar fæddir 1999, 2000 og 2001) Fundartími þeirra er breyttur frá síðasta starfsári þannig að fundirnir hefjast kl. 18:00 og standa til 19:30. Vegna vinnu skátaforingjans verður þetta að vera svona.

En fundartímarnir eru sem hér segir:

Drekaskátar (skátar fæddir 2002 og 2003/ 3. og 4 bekkur) funda á þriðjudögum. Að jafnaði eru yngri hópurinn á fundi frá 16:00 til 17:00 og sá eldri á milli 17:00 og 18:00. Ræða má við foringjann, Dagbjörtu Brynjarsdóttir, ef þetta hentar ekki.

Fálkaskátar strákar (skátar fæddir 2001, 2000 og 1999/ 5 til 7. bekkur) funda á mánudögum á milli 18:00 og 19:30.

Fálkaskátar stelpur (skátar fæddir 2001, 2000 og 1999/ 5 til 7. bekkur) funda á miðvikudögum á milli 17:00 og 18:30.

Dróttskátar (skátar fæddir 1996, 1997 og 1998/ 8.- 10 bekkur funda á miðvikudagskvöldi á milli 20:00 og 21:30.

Aðrir verða boðaðir á fund um leið og fundartími verður ákveðinn.

Starfsmaður félagsins er Embla Rún Gunnarsdóttir og á hún að vera í skátaheimilinu er ofangreindir fundir eru í gangi. Hún er með netfangið