Þá er rétt að fara að huga að því að á næsta ári verður Landsmót skáta en það er 100 ára afmælismót skátahreyfingarinnar á Íslandi. Mótið er haldið dagana 20.-29. júlí og verður haldið á Úlfljótsvatni. Það er hugsað fyrir Fálkaskáta og eldri og hafa Mosverjar ávalt lagt metnað sinn í þátttöku á Landsmótum og stefnum við því þangað með fríðan hóp. Taka þarf ákvörðun um þátttöku fyrir 15. nóv. n.k.

Á Landsmótum skáta eru starfræktar fjölskyldubúðir þar sem fjölskyldur skátanna og aðrir eru velkomnir. Mosverjar verða, ef að líkum lætur, með sérstaka tjaldbúð fyrir fjölskyldur skátanna og aðrir eru velkomnir þar sem auk hefðbundinnar dagskrá frá mótshaldara verður einnig boðið upp á sérstaka dagskrá fyrir okkur.

Farastjóri er fyrir báða hópana. Verður kynnt nánar á foreldrafundi.

Formleg skráning er ekki hafinn en ef skátinn er ákveðinn að fara þá má hann senda tölvupóst á mig ()
Fljótlega verður foreldrafundur og þá verður þetta kynnt betur og eflaust sett upp skráningarform á netinu.

Kv. Embla starfsmaður