Það voru 27 glaðir en mjög þreyttir drekaskátar sem komu heim um kl. 23:00 í gærkvöldi.

Þau voru þá búin að njóta dagsins á Úlfljótsvatni síðan fyrir hádegi, en þar fór fram félagsútilega Mosverja um helgina. Farið var í leiki, bökuð kaka, búinn til ís og farið í smiðjur. Að lokum var kvöldvaka sem var sérlega skemmtileg.

Drekarnir voru öll til fyrirmyndar og veðrið lék við okkur. Það er ekki á hverju ári sem hægt er að sitja úti og snæða síðdegishressingu í 13 stiga hita um miðjan nóvember.

Sjáumst á þriðjudaginn, en þá er útifundur svo munið eftir að koma vel klædd!