Stjórn skátafélagsins Mosverja óskar Mosverjum og öðrum gleðilegs nýs árs og þakkar fyrir það gamla. Árið 2012 verður mikið afmælisár en þá fagna Mosverjar 50 ára afmæli sínu og skátastarf á Íslandi fagnar 100 ára afmæli. Það er von okkar að árið verði gott og gjöfult fyrir allt og alla.