Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla.

Að vanda verður skrúðganga frá bæjartorgi Mosfellinga og að brennusvæði við Leirvog en þó með þeirri breytingu að ganga leggur af stað klukkan 18:00. Skátar eru hvattir til að mæta í gönguna eins og aðrir bæjarbúar. Rekkaskátar sjá um trommusláttinn að þessu sinni.

Skátastarf byrjar síðan á fullu í næstu viku.