Í dag var fyrsti skátafundur Mosverja árið 2012. Voru það fálkaskátarnir Hafernir sem hittust og byrjuðu að ræða um flugelda og hætturnar á bakvið þá. Strákarnir lærðu svo að júmma sig upp band, eða klifra upp band með öðrum litlum böndum með handafli. Þótti strákunum það mjög skemmtilegt og var mikið um gaman. Brynjar eða Binni kom á frysta fundin með strákunum og ætlar hann að vera með Gunnari, Friðriki og Bergsveini sem foringi.

Á morgunn hittast drekaskátarnir í skátaheimilinu og hefja starf sitt á nýja árinu. Yngri hópurinn mætir klukkan 16:00, og eldri hópurinn mætir klukkan 17:00.

Á miðvikudaginn hittast fyrst Fálkaskátarnir Smyrlar klukkan 17:00, svo seinna um kvöldið Dróttskátarnir klukkan 20:00.

Embla Rún