Í gær héldu Mosverjar upp á 50 ára afmæli sitt í Hlégarði. Margt góðra manna heiðraði okkur með heimsókn  og má þar nefna Skátahöfðingann Braga Björnsson, Bæjarstjórann Harald Sverrisson og  félagsforingja Mosverja síðustu 30 ár. Allir sveitarforingjar félagsins fengu gjöf frá félaginu enda væri ekki þetta góða skátastarf í félaginu nema þeirra liti við. Mosverjar þökkuðu Mosfellsbæ fyrir stuðning í gegnum árin með því að veita Bæjarstjóranum Þjónustumerki Bandalags íslenskra skáta og mynd frá Alheimsmóti skáta 2011 en þar voru fánaverðir í setningarathöfninni frá Mosverjum. Þá voru veittar starfsaldursviðurkenningar til skáta sem starfað hafa í 5, 10, 30 og 40 ár.

Þá var skrifað undir þjónustusamning á milli Mosverja og Mosfellsbæjar um samstarf í náinni framtíð. Þar var rammað inn starfið í nútíð og framtíð og gaman verður að halda áfram og byggja á þessu samstarfi.

Eftir skemmtilegan hátíðarfund bauð félagið gestum upp á dýrindis köku frá Mosfellsbakaríi.

Ég vil óska Mosverjum til hamingju með daginn, og þakka öllum fyrir góðar kveðjur í tilefni dagsins.

Að lokum þakka ég öllum þeim sem komu að deginum á einn eða annan hátt við undirbúning og framkvæmd.

Gunnar Atlason, félagsforingi.