Um helgina var Ævintýrakeppnin Hrollur og var mikið fjör og mikið gaman!

Þó var fámennt en góðment. Ekki er hægt að segja að veðrið léki við okkur en hörkutól tóku þátt og létu það ekki á sig fá.

Krakkarnir mættu að Hafravatnsafleggjarann klukkan 6 og röltu þaðan á Hafravatn. Um kvöldið var svo skipulagt planið fyrir aðalkeppnina á laugardeginum. Á laugardeginum í rigingu og roki fylgdu hörkutólin plönunum sínum og leystu ýmis verkefni, þar á meðal að prjóna, búa til snjókarl, bootcamp og margt fleira.

Á sunnudeginum voru svo tilkynnt úrslit og voru það Mosverjarnir Atli Freyr Gylfason og Ísak Árni Eiríksson, og Hraunbúinn Jón Guðnason sem fóru með sigur að hólmi. Í öðru sæti voru Jakob Máni Sveinbergsson, Hrafnhildur Freyja Kristinsdóttir og Birta Ísafold Jónasdóttir. Í þriðja sæti voru Íris Freyja Salguero og Fanney Guðmundsdóttir.

Verðlaunin voru ekki í síðri kantinum. Fyrir fyrsta sætið var multi-tool hnífur og auðvitað farand bikarinn, fyrir annað sæti var hita brúsi og þriðja sætið var "light my fire" matarsett og áttaviti.

Myndir eru komnar á picasa síðu Mosverjar

Við þökkum krökkunum fyrir frábæra keppni og vonumst til að sjá þau öll í Hrolli 2013 !

Hrolls stjórnin