Nú eru liðnar 3 vikur af Ævintýranámskeiði Mosverja og er búið að vera mikið gaman í sumar. Enn eru þrjár vikur eftir og eru laus pláss.

Í næstu viku verður mjög gaman og ætlum við að fara í hjólaferð í skógarræktina, víkinga leika á Víkingaleikvellinum, kassaklifur, svo eitthvað sé nefnt. Á föstudeginum förum við svo á Álftanes og ætlum við að hitta leikjanámskeiðið á Álftanesi. Þar verður mikið húll um hæ, grill, sund og leikir.
Enn eru nokkur laus pláss svo um að gera að skrá sig til að missa ekki af þessari frábæru viku.

Seinustu tvær vikurnar (9.-13 júlí og 16.-20. júlí) er enn nóg pláss á og verður einnig mjög gaman á þeim. Bæjarferð, kassaklifur, ísgerð, bátar á hafravatni og margt fleira.

 

Hlökkum til að sjá sem flesta í sumar

Kveðja
Embla og Finnur
Umsjónarmenn Ævintýranámskeiðsins