Á sunnudaginn var Landsmót skáta sett eftir miklar rigningar. Mosverjar komu á Úlfljótsvatn um 11.00 en þá var verið að reysa eldhústjaldið. Þegar það var komið upp var skipt liði og sumir fóru í að reysa svefntjöld fyrir skátana á meðan aðrir komu upp aðstöðu fyrir eldun. Klukkan 20 var síðan komið að mótssetningu og þá dróg nokkuð úr rigningunni. Nokkuð blautt var á svæði Mosverja og þurfti að stinga upp grasið til að koma vatninu í burtu. Vatn flæddi inn í 3 tjöld en engum varð meint af. Kl. eitt aðfararnótt mánudags voru allir sofnaðir. Á mánudagsmorgun var ágætis veður og voru settar upp yfir 50 metrar af snúrum og mikið af fatnaði, dýum og nokkrir svefnpokar settir út til þerris. Skátarnir undu sér vel við tjaldbúðarstörfin og tóku þátt í dagskránni.

Skátunum líður vel enda er það markmið foringjanna að svo sé. Hinsvegar hefur álagið á foringjana verið nokkuð þar sem sama fólkið er í öllu. Við erum 6 manns sem sjáum um 33 skáta ásamt því að koma upp aðstöðunni. Öll aðstoð er vel þegin. Ef einhver getur aðstoðað okkur við matseldina þá er bara að hafa samband við Kollu fararstjóra í síma 665 6149.

Nóg er um að vera í fjölskyldubúðum. Fólið það tekur þátt í dagskrá mótssins, fer í gönguferðir um mótssvæðið og í kringum það. Á kvöldin geta allir fylgst með skátunum á kvöldvökum/varðeldum og farið í kaffihúsið í fjölskyldubúðunum sem opnar eftir að leikskóli barnanna lokar síðdegis.

Að lokum hvetjum við alla til að koma í heimsókn um helgina. Hægt er að tjalda um helgina eða bara koma í heimsókn á laugardaginn. Þá þarf en nokkrar hendur á sunnudag til að aðstoða við frágang, fyrst við að taka niður svæðið og síðan að koma fyrir öllu dótinu á sinn stað við komu í bæginn. Til að bjóða sig í þá vinnu er gott að hringja í Gunnar Atlason í síma 822 3619.

Reyni að setja frekari fréttir af okkur þegar líður á vikuna.