Fálkaskátasveitin Hafernir hófu vetrarstarfið í byrjun september. Á fyrsta fundinum var hitað kakó á opnum eld og strákarnir sýndu listrænt handbragð við tálgun. Síðan vorum við í síðustu viku uppi við Hafravatn. Þar var silgt á kajak, kanó og gúmmíbátnum í frábæru veðri. Á fundinum í dag höfðum við lýðræðileik í formi markaðar þar sem bestu dagskrárhugmyndir strákanna voru seldar hæsta verði. Góð stemmning er í hópnum og allir hlakka til næstu funda. Fundartíminn er mánudagar kl: 17.00 - 18.30. Foringjar eru: Ævar Aðalsteinsson, Bergsveinn Stefánsson og Gunnar Ingi Stefánsson. Nú eru 15 strákar komnir í Haferni.Laughing