Dagskrárhringurinn hófst með frábærum lýðræðisleik í formi Alþingis. Þá fengu drekaskátarnir að velja sér frumvarp sem flytja þurfti fyrir hina skátana á fundinum í formi ræðu, alveg eins og á Alþingi. Það er nokkuð ljóst að þessir drekar eiga ekki eftir að eiga í vandræðum með ræðumennsku í framtíðinni.

Síðan þá höfum við lært hnúta, fyrstu hjálp og sögu Baden-Powell auk þess sem við erum að æfa skátasöngva fyrir kvöldvökuna í Hlégarði mánudaginn 25. febrúar n.k.

Á næsta fundi ætlum við að kynnast skátalögunum og fáum einnig gest til okkar sem heitir Tinni og er að læra uppeldis- og tómstundafræði í HÍ.

Ég er búin að setja dagskrána okkar hér inn á heimasíðuna og má finna hana HÉR.

Kveðjur frá Döggu og ofurdrekanum Friðriki.