Félagsútilega Mosverja var haldin 14. – 16. nóvember og þema útilegunnar var Víkingar. Farið var á Úlfljótsvatn og tóku 60 skátar þátt í útilegunni.

Dagskráin var fjölbreytt og var í höndum Rekkaskátanna (16-18 ára) sem höfðu skipulagt hana með þemað að leiðarljósi. Sem dæmi voru búnir til bogar, eldað á hlóðum og æfðar skylmingar. Einnig var klifrað og sigið í klifurturni og föndrað úr leðri. Um kvöldið var haldin fjörug kvöldvaka og svo var farið í æsispennandi næturleik.

Mikið fjör var í útilegunni og skátarnir skemmtu sér vel enda frábært veður alla helgina.