Nú er sumarið liðið og foringjar og stjórn að undirbúa veturinn.

Mikið er að gerast hjá Mosverjum þessa dagana en við erum að festa kaup á nýju skátaheimili að Álafossvegi 18. Þar á skátastarfið eftir að blómstra næstu árin. Fundir munu því hefjast í Álafosskvosinni þann 12. september.

En fyrst viljum við byrja veturinn á kynningardegi í Álafosskvosinni þann 4. september frá 14:00-16:00. Þar verðum við með stóra klifuvegginn, heitt kakó, grillaða sykurpúða og allskonar skátasprell.
Allir velkomnir, skátar, foreldrar og aðrir áhugasamir um skátastarfið.

Fundartímar í vetur verða svo svona:

Drekaskátarnir vera með fundi á mánudögum, 3. bekkur kl. 16:00-17:00 og 4. bekkur kl. 17:00-18:00

Fálkaskátar (5.-7. bekkur) Stelpusveitin Smyrlar munu funda á þriðjudögum frá 17-18:30 og strákasveitin Hafernir munu funda á fimmtudögum frá 17:00-18:30

Dróttskátarnir (8.-10. bekkur) ætla að funda á miðvikudögum frá 20:00-21:30.

Rekkaskátarnir (framhaldsskóli) ætla svo að hittast og finna tíma sem hentar best.

Félagsgjaldið fyrir veturinn 2016-2017 er kr. 25.000,- og innifalið í því er dagskrá, skátaklútur, hvatakerfi og niðurgreiðslur á rútum og fleiru.
Skráning að þessu sinni fer í gegnum Nóra Félagatal sem er sama kerfi og t.d. Afturelding er að nota. Þar gefst tækifæri á að úthluta frístundastyrkinum frá Mosfellsbæ beint ásamt því að velja greiðsluleið við skráningu. Við erum þó ekki alveg komin með allar stillingar og skráningar okkar megin í lag, þannig að við látum vita um leið og það er komið.

En við byrjum öll á að hittast í Álafosskvosinni á sunnudaginn.... klifur, sykurpúðar, sprell og fjör frá 14-16

Hlökkum til að sjá ykkur á sunnudaginn - kannski við getum leyft ykkur að kíkja á nýja skátaheimilið...

fh. stjórnar Mosverja

Með bestu kveðjum

Dagbjört Brynjarsdóttir
Félagsforingi Mosverja