Fréttir

Sveitarútilega ds. Órion verður helgina 20-22 febrúar í skálanum Þrist sem er í Þverárdal undir Móskarðshnjúkum. Við ætlum að mæta á bílaplan KFC kl. 20:00. Við tökum strætó upp í Laxnes kl. 20:28 þannig að mikilvægt er að mæta á réttum tíma, nauðsynlegt er að safna saman hópnum og fara yfir útbúnað. Í skálanum er hvorki rennandi vatn né rafmagn. (Vatn er í ánni rétt hjá).  Við göngum frá Laxnesi upp að skálanum sem tekur um 1-2 klukkutíma. Pakkið farangrinum þannig að þið getið borið hann sjálf! Við göngum strax af stað þannig að komið klædd til útiveru!
Ath. að við göngum alla leið í bæinn á sunnudeginum og komum beint í kræsingarnar í Hlégarði útaf hátíðarhöldum skáta á BP daginn. J nammm
Bendum öllum foreldrum og fjölskyldum að mæta á 22. Febrúar í Hlégarði kl. 19.

Við ætlum að hafa pulsupottrétt á laugardagskvöld þannig að komið með pylsur (2-3 á mann, foringjar koma með pastarétt).  Krakkarnir þurfa að koma með allan mat. Ath. að vera búin að borða kvöldmat á föstudagskvöld.

Útbúnaðarlisti: Bakpoki, Svefnpoki, Gönguskór, vatnsheld útiföt, húfa, vettlingar, trefill (buff), hlý peysa, ullarnærföt, auka sokkar og nærföt, ullarsokkar, aukaföt, tannbursti, skátaklútur, vasaljós og MATUR.
Útbúnaðarlistinn er ekki tæmandi.

Annað skemmtilegt ef pláss er í bakpoka: Skíðagleraugu, spil, myndavél, legghlífar, áttaviti, kort, sólgleraugu, rassaþota, vasahnífur, sjúkrakitt, varasalvi.

Orkudrykkir, sælgæti, þrúgusykur, iPod, hátalarar, geislaspilari, vasadiskó og gosdrykkir eru bannaðir. Þetta er ekki sovét útilega og þið verðið bara fegin að þurfa ekki að bera óþarfa dót með ykkur. J

Engin sameiginleg ruslatunna er á svæðinu þannig að haldið einnota umbúðum í lágmarki. Þið takið ykkar rusl með heim! Gott er að hafa mat í nestisboxum og drykki í  flöskum.

Munið bara að pakka létt og taka ekkert óþarfa dót með.

Bestu kveðjur:  Sveitarforingjar ds. Órion
Hanna s. 663-6294 og Inga s.823-8089

Munið eftir góða skapinu!!

Dróttskárnir ætla í útilegu í Þrist núna um helgina eða 20-22 febrúar.

Nánari upplýsingar eru komnar á ds. Órion síðunni hér til hliðar.
Kynnið ykkur útbúnaðarlistann vel og athugið að klæða ykkur eftir veðri.

við sjáumst hress á föstudaginn Smile
kv. Sveitarforingjar

Í kvöld var skemmtilegur fundur hjá dróttskátunum í Mosverjum.
20 hressir krakkar klifruðu og sigu í skátaheimilinu. Fyrst klifruðu þau upp kaðal sem hékk í loftinu með prússíkbandi og sigu svo niður með hjálp áttu.

Hress skáti í klifri

Þetta var mikið fjör og krakkarnir stóðu sig mjög vel.

Næsta útilega hjá ds. Órion verður þann 20-22 febrúar og farið verður í Þrist.
Nánari upplýsingar um útileguna koma þegar nær dregur.

 Kv. Inga Sveitarforingi ds. Órion Cool

Krakkarnir í ds. Órion fóru í mjög skemmtilega ferð í Reykjadalinn helgina 27-28 september. Þau gengu með allan farangurinn frá Hveragerði inn í dalinn sem er ca. 3 km. Gist var í skálanum Dalasel sem er óupphitaður skáli. Krakkarnir hófust handa við að hita sér kakó og borða hádegismat við komuna í skálann. Þau fóru í gönguferð, syntu í heita læknum, fóru í actionary og rosalegan næturleik. Á sunnudeginum var gengið til baka þrátt fyrir örlitla þreytu.

Skátarnir stóðu sig rosalega vel eins og venjulega og komu allir heim að lokum. Þreyttir en glaðirLaughing

Hér má sjá myndir úr ferðinni:

http://www.skatar.is/mosverjar/myndir/ds.reykjadal/index.html

Um síðustu helgi fóru bæði fálkaskátar og dróttskátar á flakk. 

Smyrlar og Hafernir skelltu sér á útilífshelgi fálkaskáta á Úlfljótsvatni og þar var gaman en blautt. 

Dróttskátasveitin Óríon skellti sér í Reykjadalinn í eina nótt.  Þau gengu með farangurinn frá Hveragerði inn eftir og í skálann Dalasel.  Svo var genginn smá hringur og vígt í Óríon hylnum. Eftir það var svo að sjálfsögðu skellt sér í heita lækinn :)  Um kvöldið var ofur aktíónarí keppni og næturleikur.  Allir voru þreyttir um kvöldið og höfðu það gott í skálanum.  Á sunnudeginum var svo gengið frá skálanum og gengið til baka.        

 

http://skatar.is/mosverjar/daskra.html

http://mosverjar.is/index.php?option=com_content&view=article&id=8&Itemid=9