Fréttir

Um helgina var Ævintýrakeppnin Hrollur og var mikið fjör og mikið gaman!

Þó var fámennt en góðment. Ekki er hægt að segja að veðrið léki við okkur en hörkutól tóku þátt og létu það ekki á sig fá.

Krakkarnir mættu að Hafravatnsafleggjarann klukkan 6 og röltu þaðan á Hafravatn. Um kvöldið var svo skipulagt planið fyrir aðalkeppnina á laugardeginum. Á laugardeginum í rigingu og roki fylgdu hörkutólin plönunum sínum og leystu ýmis verkefni, þar á meðal að prjóna, búa til snjókarl, bootcamp og margt fleira.

Á sunnudeginum voru svo tilkynnt úrslit og voru það Mosverjarnir Atli Freyr Gylfason og Ísak Árni Eiríksson, og Hraunbúinn Jón Guðnason sem fóru með sigur að hólmi. Í öðru sæti voru Jakob Máni Sveinbergsson, Hrafnhildur Freyja Kristinsdóttir og Birta Ísafold Jónasdóttir. Í þriðja sæti voru Íris Freyja Salguero og Fanney Guðmundsdóttir.

Verðlaunin voru ekki í síðri kantinum. Fyrir fyrsta sætið var multi-tool hnífur og auðvitað farand bikarinn, fyrir annað sæti var hita brúsi og þriðja sætið var "light my fire" matarsett og áttaviti.

Myndir eru komnar á picasa síðu Mosverjar

Við þökkum krökkunum fyrir frábæra keppni og vonumst til að sjá þau öll í Hrolli 2013 !

Hrolls stjórnin

Í gær héldu Mosverjar upp á 50 ára afmæli sitt í Hlégarði. Margt góðra manna heiðraði okkur með heimsókn  og má þar nefna Skátahöfðingann Braga Björnsson, Bæjarstjórann Harald Sverrisson og  félagsforingja Mosverja síðustu 30 ár. Allir sveitarforingjar félagsins fengu gjöf frá félaginu enda væri ekki þetta góða skátastarf í félaginu nema þeirra liti við. Mosverjar þökkuðu Mosfellsbæ fyrir stuðning í gegnum árin með því að veita Bæjarstjóranum Þjónustumerki Bandalags íslenskra skáta og mynd frá Alheimsmóti skáta 2011 en þar voru fánaverðir í setningarathöfninni frá Mosverjum. Þá voru veittar starfsaldursviðurkenningar til skáta sem starfað hafa í 5, 10, 30 og 40 ár.

Þá var skrifað undir þjónustusamning á milli Mosverja og Mosfellsbæjar um samstarf í náinni framtíð. Þar var rammað inn starfið í nútíð og framtíð og gaman verður að halda áfram og byggja á þessu samstarfi.

Eftir skemmtilegan hátíðarfund bauð félagið gestum upp á dýrindis köku frá Mosfellsbakaríi.

Ég vil óska Mosverjum til hamingju með daginn, og þakka öllum fyrir góðar kveðjur í tilefni dagsins.

Að lokum þakka ég öllum þeim sem komu að deginum á einn eða annan hátt við undirbúning og framkvæmd.

Gunnar Atlason, félagsforingi.

Nú eru dagskrár sveitanna kláraðar á má finnar þær undir sveitinni sem skátinn er í hér til vinstri og þar í undirhlekknum ,,Sveitaráætun". Eina dagskráinn sem er ekki full kláruð er dagskrá Ds. Óríons, en mun hún koma inn á heimasíðunna á næstu dögum.

kv. Embla Starfsmaður

Á fysta fundi drekaskáta í gær fór fram drekaþing. Á drekaþingum er á mismunandi hátt valin verkefni sem unnin eru á fundum sem framundan eru.

Í gær notuðum við þá aðferð að líkja eftir Alþingi Íslendinga. En í staðin fyrir að ræða um fjárlög og annað sem alþingismenn ræða þá skiptum við okkur í hópa sem fluttum mál dagskrárverkefna. Hver hópur valdi sér verkefni sem það vildi hvetja hópinn til að kjósa og útnefndu sér svo ræðumann. Ræðumaðurinn tók saman kosti verkefnisins og flutti svo ræðu við ræðupúlt og hvatti fólk til að kjósa þeirra verkefni. Að lokum var svo gengið til leynilegra kosninga og talið upp úr kjörkassanum með tilheyrandi fagnaðarlátum.

Úr varð að í þessum dagskrárhring munum við taka fyrir verkefnin: Fyrsta hjálp, Skilaboðaskjóða og Tiltekt í skátaheimilinu.

Það var frábært að sjá hversu vel þau lifðu sig inn í aðstæður. Þau fluttu ræður með tilþrifum og sannfæringu. Það er nokkuð ljóst að í þessum hópi drekaskáta eru nokkrir tilvonandi alþingismenn!

Dagskrá vorsins fór heim með drekunum í gær og einnig er hægt að nálgast hana hér. Eins og þið sjáið þá er vorinu skipt í þrjá kassa sem tákna þrjá dagskrárhringi með sitt hvoru þemanu. Í upphafi dagskrárhringja eru haldin drekaþing sem eru útfærð á mismunandi hátt.

Ef einhverjar spurningar eru þá endilega verðið í sambandi.

Dagga og ofurdrekarnir.

Í dag var fyrsti skátafundur Mosverja árið 2012. Voru það fálkaskátarnir Hafernir sem hittust og byrjuðu að ræða um flugelda og hætturnar á bakvið þá. Strákarnir lærðu svo að júmma sig upp band, eða klifra upp band með öðrum litlum böndum með handafli. Þótti strákunum það mjög skemmtilegt og var mikið um gaman. Brynjar eða Binni kom á frysta fundin með strákunum og ætlar hann að vera með Gunnari, Friðriki og Bergsveini sem foringi.

Á morgunn hittast drekaskátarnir í skátaheimilinu og hefja starf sitt á nýja árinu. Yngri hópurinn mætir klukkan 16:00, og eldri hópurinn mætir klukkan 17:00.

Á miðvikudaginn hittast fyrst Fálkaskátarnir Smyrlar klukkan 17:00, svo seinna um kvöldið Dróttskátarnir klukkan 20:00.

Embla Rún

Nú fer skátastarfið að hefjast að fullu. Fundatímar halda tímasetningum sínum frá því í fyrra, fálkaskáta strákarnir byrja fundi sína á morgun klukkan 18:00, Drekaskátarnir á þriðjudaginn yngri klukkan 16:00, og eldri klukkan 17:00. Fálkaskáta stelpurnar á miðvikudaginn klukkan 17:00, og seinna um kvöldið dróttskátarnir klukkan 20:00. Svo að lokum rekkaskátarnir á fimmtudaginn klukkan 20:00.

Hlakka til að sjá alla hressa og káta !

Kv. Embla Starfsmaður

Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla.

Að vanda verður skrúðganga frá bæjartorgi Mosfellinga og að brennusvæði við Leirvog en þó með þeirri breytingu að ganga leggur af stað klukkan 18:00. Skátar eru hvattir til að mæta í gönguna eins og aðrir bæjarbúar. Rekkaskátar sjá um trommusláttinn að þessu sinni.

Skátastarf byrjar síðan á fullu í næstu viku.

 

 

Stjórn skátafélagsins Mosverja óskar Mosverjum og öðrum gleðilegs nýs árs og þakkar fyrir það gamla. Árið 2012 verður mikið afmælisár en þá fagna Mosverjar 50 ára afmæli sínu og skátastarf á Íslandi fagnar 100 ára afmæli. Það er von okkar að árið verði gott og gjöfult fyrir allt og alla.

Það voru 27 glaðir en mjög þreyttir drekaskátar sem komu heim um kl. 23:00 í gærkvöldi.

Þau voru þá búin að njóta dagsins á Úlfljótsvatni síðan fyrir hádegi, en þar fór fram félagsútilega Mosverja um helgina. Farið var í leiki, bökuð kaka, búinn til ís og farið í smiðjur. Að lokum var kvöldvaka sem var sérlega skemmtileg.

Drekarnir voru öll til fyrirmyndar og veðrið lék við okkur. Það er ekki á hverju ári sem hægt er að sitja úti og snæða síðdegishressingu í 13 stiga hita um miðjan nóvember.

Sjáumst á þriðjudaginn, en þá er útifundur svo munið eftir að koma vel klædd!

Þegar skráð var í félagsútileguna voru smá vitlausar upplýsingar. Það stóð að við kæmum aftur heim á sunnudeginum klukkan 16:00 en það er vitlaust því við komum heim klukkan 15:00.

En eins og áður hefur komið framm koma allir, nema drekaskátarnir, niður í skátaheimili á föstudaginn saddir og klárir fyrir brottför sem er klukkan 20:00. Svo fínt er að mæta um 19:30. Við verðum svo aftur kominn heim á sunnudeginum klukkan 15:00

Verður svo að muna að skrá skátan í félagsútileguna -->undir viðburðar skráning hér til hægri á síðunni, svo það verði nú örugglega pláss fyrir alla.

Hlakka til að sjá alla hressa og káta á föstudaginn :)

 

Kveðja
Embla starfsmaður

Helgina 4.-6. nóvember hélt Bandalag ísl. skáta. námskeiðið Bland í poka í annað sinn að Laugum í Sælingsdal.  Á annað hundrað þátttakendur mættu þar af 5 Mosverjar. Námskeiðið hepnaðist vel og komu allir sælir og glaðir til síns heima.

Þá er rétt að fara að huga að því að á næsta ári verður Landsmót skáta en það er 100 ára afmælismót skátahreyfingarinnar á Íslandi. Mótið er haldið dagana 20.-29. júlí og verður haldið á Úlfljótsvatni. Það er hugsað fyrir Fálkaskáta og eldri og hafa Mosverjar ávalt lagt metnað sinn í þátttöku á Landsmótum og stefnum við því þangað með fríðan hóp. Taka þarf ákvörðun um þátttöku fyrir 15. nóv. n.k.

Á Landsmótum skáta eru starfræktar fjölskyldubúðir þar sem fjölskyldur skátanna og aðrir eru velkomnir. Mosverjar verða, ef að líkum lætur, með sérstaka tjaldbúð fyrir fjölskyldur skátanna og aðrir eru velkomnir þar sem auk hefðbundinnar dagskrá frá mótshaldara verður einnig boðið upp á sérstaka dagskrá fyrir okkur.

Farastjóri er fyrir báða hópana. Verður kynnt nánar á foreldrafundi.

Formleg skráning er ekki hafinn en ef skátinn er ákveðinn að fara þá má hann senda tölvupóst á mig ()
Fljótlega verður foreldrafundur og þá verður þetta kynnt betur og eflaust sett upp skráningarform á netinu.

Kv. Embla starfsmaður

Í dag hefjast skátafundir vetrarins með fundi Hafarna (strákar fæddir 1999, 2000 og 2001) Fundartími þeirra er breyttur frá síðasta starfsári þannig að fundirnir hefjast kl. 18:00 og standa til 19:30. Vegna vinnu skátaforingjans verður þetta að vera svona.

En fundartímarnir eru sem hér segir:

Drekaskátar (skátar fæddir 2002 og 2003/ 3. og 4 bekkur) funda á þriðjudögum. Að jafnaði eru yngri hópurinn á fundi frá 16:00 til 17:00 og sá eldri á milli 17:00 og 18:00. Ræða má við foringjann, Dagbjörtu Brynjarsdóttir, ef þetta hentar ekki.

Fálkaskátar strákar (skátar fæddir 2001, 2000 og 1999/ 5 til 7. bekkur) funda á mánudögum á milli 18:00 og 19:30.

Fálkaskátar stelpur (skátar fæddir 2001, 2000 og 1999/ 5 til 7. bekkur) funda á miðvikudögum á milli 17:00 og 18:30.

Dróttskátar (skátar fæddir 1996, 1997 og 1998/ 8.- 10 bekkur funda á miðvikudagskvöldi á milli 20:00 og 21:30.

Aðrir verða boðaðir á fund um leið og fundartími verður ákveðinn.

Starfsmaður félagsins er Embla Rún Gunnarsdóttir og á hún að vera í skátaheimilinu er ofangreindir fundir eru í gangi. Hún er með netfangið

Núna er mótið búið og skátarnir okkar komnir í heimagistingu viðs vegar um Svíþjóð. Gleðinni fer senn að ljúka því öll verðum við komin heim að kvöldi 11. ágúst. Fyrir þá sem ekki voru með okkur að upplifa ævintýrið má sjá myndir úr ferðinni hér.

Við Jamboree farar hlökkum til að segja ykkur sögurnar og sýna ykkur fleiri myndir.

Kveðjur frá okkur.