Fréttir

Þá er rétt að fara að huga að því að á næsta ári verður Landsmót skáta en það er 100 ára afmælismót skátahreyfingarinnar á Íslandi. Mótið er haldið dagana 20.-29. júlí og verður haldið á Úlfljótsvatni. Það er hugsað fyrir Fálkaskáta og eldri og hafa Mosverjar ávalt lagt metnað sinn í þátttöku á Landsmótum og stefnum við því þangað með fríðan hóp. Taka þarf ákvörðun um þátttöku fyrir 15. nóv. n.k.

Á Landsmótum skáta eru starfræktar fjölskyldubúðir þar sem fjölskyldur skátanna og aðrir eru velkomnir. Mosverjar verða, ef að líkum lætur, með sérstaka tjaldbúð fyrir fjölskyldur skátanna og aðrir eru velkomnir þar sem auk hefðbundinnar dagskrá frá mótshaldara verður einnig boðið upp á sérstaka dagskrá fyrir okkur.

Farastjóri er fyrir báða hópana. Verður kynnt nánar á foreldrafundi.

Formleg skráning er ekki hafinn en ef skátinn er ákveðinn að fara þá má hann senda tölvupóst á mig ()
Fljótlega verður foreldrafundur og þá verður þetta kynnt betur og eflaust sett upp skráningarform á netinu.

Kv. Embla starfsmaður

Í dag hefjast skátafundir vetrarins með fundi Hafarna (strákar fæddir 1999, 2000 og 2001) Fundartími þeirra er breyttur frá síðasta starfsári þannig að fundirnir hefjast kl. 18:00 og standa til 19:30. Vegna vinnu skátaforingjans verður þetta að vera svona.

En fundartímarnir eru sem hér segir:

Drekaskátar (skátar fæddir 2002 og 2003/ 3. og 4 bekkur) funda á þriðjudögum. Að jafnaði eru yngri hópurinn á fundi frá 16:00 til 17:00 og sá eldri á milli 17:00 og 18:00. Ræða má við foringjann, Dagbjörtu Brynjarsdóttir, ef þetta hentar ekki.

Fálkaskátar strákar (skátar fæddir 2001, 2000 og 1999/ 5 til 7. bekkur) funda á mánudögum á milli 18:00 og 19:30.

Fálkaskátar stelpur (skátar fæddir 2001, 2000 og 1999/ 5 til 7. bekkur) funda á miðvikudögum á milli 17:00 og 18:30.

Dróttskátar (skátar fæddir 1996, 1997 og 1998/ 8.- 10 bekkur funda á miðvikudagskvöldi á milli 20:00 og 21:30.

Aðrir verða boðaðir á fund um leið og fundartími verður ákveðinn.

Starfsmaður félagsins er Embla Rún Gunnarsdóttir og á hún að vera í skátaheimilinu er ofangreindir fundir eru í gangi. Hún er með netfangið

Núna er mótið búið og skátarnir okkar komnir í heimagistingu viðs vegar um Svíþjóð. Gleðinni fer senn að ljúka því öll verðum við komin heim að kvöldi 11. ágúst. Fyrir þá sem ekki voru með okkur að upplifa ævintýrið má sjá myndir úr ferðinni hér.

Við Jamboree farar hlökkum til að segja ykkur sögurnar og sýna ykkur fleiri myndir.

Kveðjur frá okkur.

15 Mosverjar eru núna staddir á Alheimsmóti Skáta í Svíþjóð ásamt tæplega 300 öðrum íslendingum.

Mótið var sett í gær við hátiðlega og skemmtilega athöfn þar sem 39.000 skátar voru saman komnir til að fagna setningu mótsins.

Fánaberar íslensku þjóðarinnar voru Þórhildur Þorbjarnardóttir og Friðrik Sigurðsson, bæði Mosverjar, og voru þau landi og þjóð til mikils sóma. Ákaft var fagnað hjá Íslensku þátttakendunum þegar þau gengu á svið með Íslenska fánann og þjóðin var tilkynnt.

Ævintýrakveðjur frá Mosverjum á Jamboree 2011

Í tengslum við Jamboree, Alheimsmót skáta 2011, hefur stjórn Mosverja samþykkt að taka á móti 40 breskum skátum í fæði og uppihald frá 7. ágúst til 12. ágúst. Nú erum við byrjuð á fullu að skipuleggja þessa heimsókn, það er leita að heimilum og skipuleggja dagskrá heimsóknarinnar.

Í kvöld kl. 20:00 verður fundur með Jamboree förum og foreldrum þeirra og mun þetta mál verða eitt af því sem rætt verður um.

Áhugasamnir eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við Gunnar Atlason á netfangi

Aðalfundur Mosverja 2011 var haldin í gær. Kolbrún Reinholdsdóttir og Ingveldur Ævarsdóttir gengu úr stjórninni og þökkum við þeim fyrir ánægjulegt samstarf og vonumst til að fá að njóta krafta þeirra á nýjum vetvangi. Í stjórn voru kosnir Kjartan Jónsson og Hlynur Pálsson. Bjóðum við þá velkomna í hópinn. í stjórninni í dag eru því, Gunnar Atlason félagsforingi, Ævar Aðalsteinsson, aðstoðar félagsforingi, Hólmfríður Pálsdóttir gjaldkeri, Vala Friðriksdóttir ritari, Gunnar Ingi Gunnarsson, Kjartan Jónsson og Hlynur Pálsson meðstjórnendur.

Þá var Einar Nilsen valinn sem húsumsjónarmaður/birgðarvörður og Páll Sigurður Magnússon sem bátsmaður. Fundarstjóri var Atli Smári Ingvarsson og fundarritari Vala Friðriksdóttir.

Jæja nú fer starfið í sveitunum að byrja aftur en það byrjar formlega 10.janúar.

Á fimmtudaginn verður haldið upp á þrettándann og þeir skátar sem vilja vera í göngunni mæta 20 mínútur í átta (19:40)  á miðbæjartorgið og fá þá kyndla. Trommusveitin á einnig að mæta þá.

 

Mosverjar glöddust saman í Krikaskóla í kvöld á síðasta atburði félagsins á þessu ári. Áður en við hittumst öll saman þar tóku fálkaskátar og dróttskátar þátt í æsispennandi jólaleik hingað og þangað um bæinn. Á jólafundinum var sungið saman og perlur og merki voru veitt til fálkaskáta og nokkrir drekaskátar voru vígðir. Svo enduðum við kvöldið af sjálfsögðu á smá skátakakói og jólasmákökum.

Gleðilega hátíð!

Félagsútilega Mosverja helgina 5.-7.nóvember gekk mjög vel.
Til að byrja útileguna héldum við kósí varðeld í lautinni hjá KSÚ skálanum þar sem að við sungum nokkra söngva og Gunni Atla sagði okkur söguna um Abijójó. Veðrið lék við okkur á laugardeginum og það snjóaði aðeins á okkur seint um laugardagskvöldið. Drekaskátarnir mættu sprækir í dagsferð á laugardeginum og reyndu fyrir sér í klifurturninum fyrir hádegi og póstaleik eftir hádegi.
Hjá fálkaskátum og dróttskátum var Hin mikla flokkakeppni fyrir hádegi og þurftu flokkarnir að kljást við ýmsar þrautir.
Hádegismaturinn var eftirminnilegur. Krakkarnir elduðu sjálfir úti á prímus og öllum var skipt niður í hópa. Hóparnir drógu svo mismunandi lönd og var úthlutað mat eftir því. Þannig fékk Bandaríkin óendanlega mikinn mat og fínar gashellur til að elda á, en Eþíópía fékk varla nóg fyrir hópinn. Þegar leið á matseldina þá deildist maturinn betur yfir löndin því allir skátar eru svo góðir vinir og hjálpast að.
Um kvöldið var hressandi kvöldvaka með flottum skemmtiatriðum og þar var svaka stuð. Eftir hana fengu drekaskátarnir kakó og fóru svo heim með rútunni eftir langan en skemmtilegan dag.
Þá tók við æsispennandi næturleikur þar sem að Indiana Jones, klikkaði prófessorinn, Górillan og Geimveran komu við sögu ásamt fleiri góðum persónum. Flokkarnir leystu þrautir og söfnuðu hráefnum til að útbúa sannleiksseyði fyrir geimveruna að drekka, því að aðeins hún gat vísað þeim á týndu Tótem súluna úr HúbbaLúbba þorpinu.
Sunnudagurinn fór í frágang og tiltekt í skálanum og svo sigum við úr turninum. Veðrið var svolítið blautt en við létum það ekki á okkur fá.
Helgin gekk rosalega vel og krakkarnir voru mjög duglegir alla helgina.
Myndir eru að finna á myndasíðu mosverja

Takk fyrir góða helgi!

Útilegan verður í Kút á Hellisheiði n.k. helgi.

Ekki er um formlega skráningu að ræða á alnetinu en krökkunum var gefinn frestur til að svara fram að fundinum í kvöld.  Reyndar reyndi ég að ná endanlegri þátttöku á síðasta fundi en þar sem margir voru ennþá óákveðnir,þá lengdi ég þennan frest fram á kvöldið í kvöld.

Farið verður frá Mosverjaheimilinu kl. 19:30 og eiga allir að vera búnir að borða.  Krakkarnir þurfa hlýja svefnpoka,dýnur, hlýan fatnað, góða skó og skjólfatnað.  Einnig þurfa þau að hafa eftirfarandi nesti:  Morgunmatur fyrir laugardag og sunnudag, hádegismatur fyrir laugardag og sunnudag og síðdegishressingu fyrir laugardag.

Innifalið í verði er kvöldhressing og kvöldverður á laugardaginn.  Skálagjöldum verður stillt í hóf og krakkarnir redda fari á staðinn með foreldrum.

Ég reikna með að kostnaður verði um 3000 kr.

Síðustu forvöð eru í kvöld að tilkynna þátttöku vegna matarinnkaupa.

Sendið staðfestingar sms á:661-0989 (Stefán)

 

Ég vona að allir séu spenntir fyrir félagsútilegunni og búnir að pakka niður helling af hlýjum fötum.

Rútan sækir okkur á malarplaninu fyrir neðan hlégarð.
Ef foreldrar þurfa að ná sambandi við skátann sinn eða foringja er hægt að hringja í Mosverjasímann sem verður með í för. s:895-3455

Sjáumst hress og kát í kvöld :D

Núna er félagsútilega alveg að skella á og ég vona að allir séu spenntir og búnir að pakka nóg af hlýjum fötum.

Rútan sækir okkur á malarplaninu fyrir ofan skátaheimilið eða fyrir neðan Hlégarð.
Ef foreldrar þurfa að ná sambandi við skátann sinn eða foringja þá er hægt að hringja í skátasímann sem verður með í för s:895-3455

Sjáumst hress í kvöld :D