Fréttir

Á þessu námskeiði gefst dróttskátunum kostur á að tækla margvísleg verkefni í samvinnu við aðra dróttskáta og þróa um leið með sér leiðtoga- og hópavinnuhæfileikana.

Hver kannast ekki við að vera pínu villtur? Möguleikarnir eru margir en hvað skal gera? Námskeiðið er grunnur að frekari foringjaþjálfun.  Höfuðáherslan á námskeiðinu verður hópastarf; -hvernig maður vinnur í hópi, allt frá hugmyndavinnu að framkvæmd.

Námskeiðið er haldið í Bláfjöllum, helgina 1.-3. október 2010 og kostar 6500kr. 
Mæting er við BÍS (Hraunbæ 123) á föstudeginum kl. 19:00 og lagt af stað heim á sunnudegingum kl. 15:00.
Mosverjar greiða helming af verði af námskeiðum BÍS fyrir starfandi dróttskáta og eldri.

Skráning á http://skatar.is/vefur/courseregistration.asp og best er ef að dróttskátar hafa skráð sig fyrir miðvikudaginn 29. sept.

Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður,

Annar fundur vetrarins var haldin hjá Rs. Búrhvali sl. fimmtudag. En þá skelltum við okkur á klifursvæðið í Valshamri í kjós.

Veðrið var frábært og var gaman að fá að klifra í alvöru klettum.

Á næsta fundi ætlum við að byggja aparólu upp við Hafravatn fyrir Hafravatnsdaginn. Hittumst í skátaheimilinu og förum saman upp að vatni.

 

Skátafundir eru að jafnaði einu sinni í viku. Allir fundir fara fram í skátaheimilinu við Varmá.

Í Drekaskátum eru skátar 8 og 9 ára. 8 ára (3. bekkur) funda klukkan 16:00 á þriðjudögum og 9 ára (4. bekkur) funda klukkan 17:00 á þriðjudögum. Aðalforinginn er Dagbjört Brynjarsdóttir. ATH fyrsti fundur verður 14. september.

Í Fálkaskátum eru skátar 10 til 12 ára (5. til 7. bekkur).

Strákarnir funda á mánudögum klukkan 17:00 til 18:30. Aðalforingi þeirra er Gunnar Atlason.

Stelpurnar funda á miðvikudögum klukkan 17:00 til 18:30, Aðalforingjarnir eru Eyrún Ævarsdóttir og Embla Rún Gunnarsdóttir.

Í Dróttskátum eru skáta 13 til 15 ára (8. til 10. bekkur). Fundir þeirra eru á miðvikudagskvöldum klukkan 20:00. Aðalforinginn er Henry Arnar Hálfdánarson.

Í Rekkaskátum eru skátar 16 til 18 ára. Fundir þeirra eru á fimmtudagskvöldum klukkan 20:00. Aðalforingi þeirra er Ingveldur Ævarsdóttir.

Í Róverskátum eru 19 til 22 ára skátar. Þeir funda eftir þörfum.

Allir eru velkomnir á kynningardag í Mosverjum, laugardaginn 4. 9. milli 14:00 og 16:00.

 

Í gær hringdi hópurinn sem nú er staddur í Austurríki í mig. Þau báru sig vel. Einn rigningardagur en allt hefur gengið vel. Nú er mótið búið og þau hafa flutt sig um set af mótssvæðinu og inn í Vín en þar er ætlunin að dvelja í nokkra daga á tjaldstæði og drekka í sig menninguna. Ævar sagði að öll hafi þau verið stillt og enginn hafi fengið mikið af skömmum. Sérstaklega tók hann fram að valdagskráin sem þau völdu áður en þau fóru út hafi gengið vel og allir ánægðir. Allir báðu að heilsa heim.

Nú er komið að því að strauja skátaskyrtuna og pressa buxurnar því fánaborgin og trommusveitin er að byrja æfingar fyrir 17. júní.

Æfingarnar eru eftirfarandi:

Sunnudaginn 13. júní kl. 18:00

Mánudaginn 14. júní kl. 18:00

Miðvikudaginn 16. júni kl. 18:00

Fálkaskátar, Dróttskátar og Rekkaskátar eru beðnir um að taka þessa tíma frá fyrir æfingar. Hver æfing er ca. 30-45 mín.

 

Á fundinum í gær ákváðu krakkarnir að þau vildu fara í útilegu um helgina, frá föstudegi til sunnudags. Það verður farið upp á hellisheiði, á svipaðar slóðir og síðast, nema í þetta skiptið verða þau í tjöldum. Því er mikilvægt að krakkarnir komi með góða svefnpoka og dýnur með sér. Þau þurfa að koma með allan mat með sér nema laugardags kvöldmat.

Látið mig vita sem fyrst hverjir ætla að koma svo ég viti hvað margir þurfa að skutla og sækja.

Þeir foreldrar sem sjá sér fært um að skutla og sækja skulu hafa samband við mig sem fyrst, og segja mér hvenar þeir geta lagt af stað... ég geri ráð fyrir u.þ.b. þremur bílum, en það kemur í ljós eftir því hvað margir ætla að koma með.

Kv. Drífa

P.s. vegna anna verð ég ekki með í útilegunni nema á laugardaginn, en Henry og Elmar úr Landnemum sem krakkarnir eiga að þekkja verða með krökkunum alla helgina.

Útilífsskóla Mosverja vantar sumarstarfsfólk á ævintýranámskeiðin í sumar. Tímabilið er frá 7. júní til 30. júlí. Við leitum að fólki úr vinnuskólanum og úr bæjarvinnunni. Reynsla úr skátastarfi er æskileg.

Umsóknir sendist á fyrir sunnudaginn 16. maí 2010.
Takið fram í umsókninni nafn, aldur, fyrri störf og reynslu úr skátastarfi.

Athugið að einnig þarf að sækja um hjá vinnuskóla Mosfellsbæjar á mos.is.

Umsóknum verður svarað fyrir 23. maí.

 

Um leið og Mosverjar óska öllum Gleðilegs sumars og þökkum fyrir góðan skátavetur ætla ég að segja frá því hvað er að gerast á næstunni.

1. maí hefst hreinsunarátak í Mosfellsbæ og Mosverjar hreinsa Varmána og Reykjahverfi. Mæting er við skátaheimilið kl. 9.00 laugardagsmorguninn 1. maí og unnið fram á hádegi. Nauðsynlegt er að senda tölvupóst á til að tilkynna þátttöku því það þarf að skipuleggja daginn. Hugsast getur að við verðum einnig að á sunnudeginum en það fer eftir því hversu vel okkur gengur á laugardeginum. Fylgjast með hér á heimasíðunni.

13. maí, Uppstigningardag, verður vígsla á göngustíg, þeim fyrsta sem lokið er. Mæting er við Syðri Reyki kl. 11.00. Eftir smá athöfn er farið með rútu að Hafravatnsrétt og þaðan gengið eftir stikum að Syðri Reykjum. Heitt kakó og kex á skátasið í lokin. Búast má við að göngumenn komi þangað um 13:00.

Undirbúningur fyrir 7 tinda hlaup er hafinn fyrir löngu en nú er hlaupið í annað sinn. Hlaupið er 5. júní og hefst kl. 10:00 frá Lágafellslaug. Hlutverk okkar er undirbúningur, brautarvarsla og drykkjarstöðvar. Margar hendur vinna létt verk og hér þarf sko margar hendur. Búast má við 200 manns að hlaupa, vonandi fleirum.

Þá er 17. júní á sínum stað og þá eru skátarnir með sjoppu og tívolí. Nóg að gera þann daginn.

Strax 18. júní er síðan haldið að Úlfljótsvatni í fjölskylduferð Mosverja. Síðast mættu 100 manns. Nú verður dagskráin meiri og þá er bara að pakka og mæta. Mæting á sama stað og í fyrra. Norðan við klósetthúsið og áleiðis að vatninu. Hægt að spyrja í þjónustumiðstöð. Það má leggja af stað á 17.6.

Stjórnin

Fallegur dagur er að kvöldi kominn.

Ég vil byrja á því að þakka öllum þeim skátum og foreldrum sem lögðu hönd á bagga við að gera þennan dag eins frábæran eins og hægt var.

Veðrið lék við okkur, kallt en sólríkt og fallegt.

Skrúðgangan var með eindæmum flott og á glæsileg fánaborg og trommusveit heiðurinn af því.

Skátatívolí, vöfflusala, hoppukastalar og margt fleira prýddi skólalóð Lágafellsskóla.

Mosfellsbúar mættu á hátíðarhöld á fyrsta degi sumars og það var yndislegt að sjá hamingjuna í augum barnanna í leik og gleði.

Gleðilegt sumar Mosverjar.