Fréttir

Nú er komið að því að strauja skátaskyrtuna og pressa buxurnar því fánaborgin og trommusveitin er að byrja æfingar fyrir 17. júní.

Æfingarnar eru eftirfarandi:

Sunnudaginn 13. júní kl. 18:00

Mánudaginn 14. júní kl. 18:00

Miðvikudaginn 16. júni kl. 18:00

Fálkaskátar, Dróttskátar og Rekkaskátar eru beðnir um að taka þessa tíma frá fyrir æfingar. Hver æfing er ca. 30-45 mín.

 

Á fundinum í gær ákváðu krakkarnir að þau vildu fara í útilegu um helgina, frá föstudegi til sunnudags. Það verður farið upp á hellisheiði, á svipaðar slóðir og síðast, nema í þetta skiptið verða þau í tjöldum. Því er mikilvægt að krakkarnir komi með góða svefnpoka og dýnur með sér. Þau þurfa að koma með allan mat með sér nema laugardags kvöldmat.

Látið mig vita sem fyrst hverjir ætla að koma svo ég viti hvað margir þurfa að skutla og sækja.

Þeir foreldrar sem sjá sér fært um að skutla og sækja skulu hafa samband við mig sem fyrst, og segja mér hvenar þeir geta lagt af stað... ég geri ráð fyrir u.þ.b. þremur bílum, en það kemur í ljós eftir því hvað margir ætla að koma með.

Kv. Drífa

P.s. vegna anna verð ég ekki með í útilegunni nema á laugardaginn, en Henry og Elmar úr Landnemum sem krakkarnir eiga að þekkja verða með krökkunum alla helgina.

Útilífsskóla Mosverja vantar sumarstarfsfólk á ævintýranámskeiðin í sumar. Tímabilið er frá 7. júní til 30. júlí. Við leitum að fólki úr vinnuskólanum og úr bæjarvinnunni. Reynsla úr skátastarfi er æskileg.

Umsóknir sendist á fyrir sunnudaginn 16. maí 2010.
Takið fram í umsókninni nafn, aldur, fyrri störf og reynslu úr skátastarfi.

Athugið að einnig þarf að sækja um hjá vinnuskóla Mosfellsbæjar á mos.is.

Umsóknum verður svarað fyrir 23. maí.

 

Um leið og Mosverjar óska öllum Gleðilegs sumars og þökkum fyrir góðan skátavetur ætla ég að segja frá því hvað er að gerast á næstunni.

1. maí hefst hreinsunarátak í Mosfellsbæ og Mosverjar hreinsa Varmána og Reykjahverfi. Mæting er við skátaheimilið kl. 9.00 laugardagsmorguninn 1. maí og unnið fram á hádegi. Nauðsynlegt er að senda tölvupóst á til að tilkynna þátttöku því það þarf að skipuleggja daginn. Hugsast getur að við verðum einnig að á sunnudeginum en það fer eftir því hversu vel okkur gengur á laugardeginum. Fylgjast með hér á heimasíðunni.

13. maí, Uppstigningardag, verður vígsla á göngustíg, þeim fyrsta sem lokið er. Mæting er við Syðri Reyki kl. 11.00. Eftir smá athöfn er farið með rútu að Hafravatnsrétt og þaðan gengið eftir stikum að Syðri Reykjum. Heitt kakó og kex á skátasið í lokin. Búast má við að göngumenn komi þangað um 13:00.

Undirbúningur fyrir 7 tinda hlaup er hafinn fyrir löngu en nú er hlaupið í annað sinn. Hlaupið er 5. júní og hefst kl. 10:00 frá Lágafellslaug. Hlutverk okkar er undirbúningur, brautarvarsla og drykkjarstöðvar. Margar hendur vinna létt verk og hér þarf sko margar hendur. Búast má við 200 manns að hlaupa, vonandi fleirum.

Þá er 17. júní á sínum stað og þá eru skátarnir með sjoppu og tívolí. Nóg að gera þann daginn.

Strax 18. júní er síðan haldið að Úlfljótsvatni í fjölskylduferð Mosverja. Síðast mættu 100 manns. Nú verður dagskráin meiri og þá er bara að pakka og mæta. Mæting á sama stað og í fyrra. Norðan við klósetthúsið og áleiðis að vatninu. Hægt að spyrja í þjónustumiðstöð. Það má leggja af stað á 17.6.

Stjórnin

Fallegur dagur er að kvöldi kominn.

Ég vil byrja á því að þakka öllum þeim skátum og foreldrum sem lögðu hönd á bagga við að gera þennan dag eins frábæran eins og hægt var.

Veðrið lék við okkur, kallt en sólríkt og fallegt.

Skrúðgangan var með eindæmum flott og á glæsileg fánaborg og trommusveit heiðurinn af því.

Skátatívolí, vöfflusala, hoppukastalar og margt fleira prýddi skólalóð Lágafellsskóla.

Mosfellsbúar mættu á hátíðarhöld á fyrsta degi sumars og það var yndislegt að sjá hamingjuna í augum barnanna í leik og gleði.

Gleðilegt sumar Mosverjar.

Starfsfólk - Útilífsskóli Mosverja tímabilið júní - júlí 2010

Við Útilífsskóla Mosverja 2010 vantar tvo stjórnendur til starfa í sumar. Viðkomandi þurfa að vera 20 ára eða eldri. Reynsla af skátastörfum er æskileg.

Á námskeiðum Útilífsskólans munu auk þess starfa unglingar á vegum vinnuskóla og bæjarvinnu Mosfellsbæjar. Reynsla af skátastörfum er æskileg og Mosverjar ganga fyrir. Athugið að það þarf að sækja um störf í vinnuskóla og bæjarvinnu hjá Mosfellsbæ.

Þeir sem áhuga hafa á þessum störfum eru beðnir um að senda tölvupóst á

Starfsmaður Mosverja

Skátafélagið Mosverjar leitar að starfsmanni í hlutastarf. Um er að ræða starf næstu mánuði sem felst í viðveru í skátaheimili á fundartímum skátaflokka, aðstoð við foringja, efniskaup og starf á vegum stjórnar Mosverja.

Nánari upplýsingar veitir Gunnar Atlason félagsforingi, netfang:

Sunnudaginn 7.mars voru 23 skátar útskrifaðir úr Gilwellskólanum á Úlfljótsvatni, en það er æðsta foringjaþjálfun skátahreyfingarinnar. Þau hófu öll ferð sína fyrstu helgina í ágúst 2009 og hafa tekist á við ýmis verkefni síðastliðna 8 mánuði til þess að uppfylla skilyrði þjálfunarinnar.

Í hópnum voru 2 Mosverjar. Það voru Ævar Aðalsteinsson og Ingveldur Ævarsdóttir.

 

Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn!

 

Un næstu helgi er Skátaþing sem fer með æðstu stjórn Bandalags íslenskra skáta. Þar verður meðal annars kosinn nýr skátahöfðingi þar sem Margrét Tómasdóttir lætur af því embætti.

Upplýsingaráð BÍS sendi frá sér tilkynningu á miðvikudagsmorgun að Kosningarkaffi yrði í salarkynnum BÍS á fimmtudagskvöld. Síðdegis á miðvikudag kom tilkynning frá framkvæmdastjóra fyrir hönd stjórnar BÍS um að það verður ekkert kosningarkaffi.

Í fréttatilkynningu frá BÍS eru ástæður ákvörðunnar um að ekki verði af fundinum að verið sé að mismuna þingfulltrúum eftir búsetu, fundurinn boðaður með of skömmum fyrirvara, ekki búið að tryggja þátttöku frambjóðenda, að Upplýsingaráð starfi á vegum BÍS og má ekki vinna sjálfstætt í nafni BÍS og síðan rúsínan í pylsu/pulsu endanum og kosningabaráttan sé komin langt út fyrir eðlileg mörk.

Ég, sem einn af þeim sem ætlaði að mæta á þennan fund, undrast það að skátaandinn sé orðinn þannig að félagasamtök sem boða heimsfrið, geti ekki haldið kostningarkaffi þar sem frambjóðendur komi allir fram og spjalli við kjósendur, þá sem geta komið.

Ég skora á stjórn BÍS að fresta kosningu skátahöfðingja fram á laugardag og hagræða störfum Skátaþings þannig að hægt sé að koma fyrir fundi þar sem báðir aðilar svara spurningum úr sal.

Gunnar Atlason

 

Aðalfundur Mosverja 2010 var haldinn í kvöld. Meðal annars var kjörin ný stjórn í félagið.

Félagsforingji var kosinn Gunnar Atlason, nýir meðlimir í stjórn voru einnig kostnir Ingveldur Ævarsdóttir og Hólmfríður Pálsdóttir. Endurkjörnir í stjórn voru Ævar Aðalsteinsson, Gunnar Ingi Gunnarsson, Kolbrún Reinholdsdóttir og Vala Friðriksdóttir.

Erlendur Fjeldsted og Magnea Ingimundardóttir gáfi ekki kost á sér til frekari setu í stjórninni að sinni og eru þeim þökkuð góð og óeigingjörn störf í þágu Mosverja.

Eftir fundinn var síðan haldið áfram að ræða skátamál. Eitt umræðuefnið voru eignir Mosverja og viðruð sú hugmynd að stofna einhverskonar birgðarnefnd. Hlutverk hennar yrði að koma skikki á birgðir félagsins þannig að öllum sé ljóst hvað við eigum og að hlutirnir séu í lægi er á þeim þarf að halda. Nefndin gæti einnig gefið hugmyndir af hlutum sem vantaði svo eitthvað sé nefnd. Tek mér það bessaleifi að óska eftir fólki í þessa nefnd. Tilvalið starf fyrir áhugasama sem tilbúnir eru að leggja Mosverjum lið t.d. eitt kvöld í mánuði. Blanda af starfandi skátum og fullorðnum er góð í svona nefnd. Endilega hafðu samband við starfsmanninn ef þú hefur áhuga.