Fréttir

Sunnudaginn 7.mars voru 23 skátar útskrifaðir úr Gilwellskólanum á Úlfljótsvatni, en það er æðsta foringjaþjálfun skátahreyfingarinnar. Þau hófu öll ferð sína fyrstu helgina í ágúst 2009 og hafa tekist á við ýmis verkefni síðastliðna 8 mánuði til þess að uppfylla skilyrði þjálfunarinnar.

Í hópnum voru 2 Mosverjar. Það voru Ævar Aðalsteinsson og Ingveldur Ævarsdóttir.

 

Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn!

 

Un næstu helgi er Skátaþing sem fer með æðstu stjórn Bandalags íslenskra skáta. Þar verður meðal annars kosinn nýr skátahöfðingi þar sem Margrét Tómasdóttir lætur af því embætti.

Upplýsingaráð BÍS sendi frá sér tilkynningu á miðvikudagsmorgun að Kosningarkaffi yrði í salarkynnum BÍS á fimmtudagskvöld. Síðdegis á miðvikudag kom tilkynning frá framkvæmdastjóra fyrir hönd stjórnar BÍS um að það verður ekkert kosningarkaffi.

Í fréttatilkynningu frá BÍS eru ástæður ákvörðunnar um að ekki verði af fundinum að verið sé að mismuna þingfulltrúum eftir búsetu, fundurinn boðaður með of skömmum fyrirvara, ekki búið að tryggja þátttöku frambjóðenda, að Upplýsingaráð starfi á vegum BÍS og má ekki vinna sjálfstætt í nafni BÍS og síðan rúsínan í pylsu/pulsu endanum og kosningabaráttan sé komin langt út fyrir eðlileg mörk.

Ég, sem einn af þeim sem ætlaði að mæta á þennan fund, undrast það að skátaandinn sé orðinn þannig að félagasamtök sem boða heimsfrið, geti ekki haldið kostningarkaffi þar sem frambjóðendur komi allir fram og spjalli við kjósendur, þá sem geta komið.

Ég skora á stjórn BÍS að fresta kosningu skátahöfðingja fram á laugardag og hagræða störfum Skátaþings þannig að hægt sé að koma fyrir fundi þar sem báðir aðilar svara spurningum úr sal.

Gunnar Atlason

 

Aðalfundur Mosverja 2010 var haldinn í kvöld. Meðal annars var kjörin ný stjórn í félagið.

Félagsforingji var kosinn Gunnar Atlason, nýir meðlimir í stjórn voru einnig kostnir Ingveldur Ævarsdóttir og Hólmfríður Pálsdóttir. Endurkjörnir í stjórn voru Ævar Aðalsteinsson, Gunnar Ingi Gunnarsson, Kolbrún Reinholdsdóttir og Vala Friðriksdóttir.

Erlendur Fjeldsted og Magnea Ingimundardóttir gáfi ekki kost á sér til frekari setu í stjórninni að sinni og eru þeim þökkuð góð og óeigingjörn störf í þágu Mosverja.

Eftir fundinn var síðan haldið áfram að ræða skátamál. Eitt umræðuefnið voru eignir Mosverja og viðruð sú hugmynd að stofna einhverskonar birgðarnefnd. Hlutverk hennar yrði að koma skikki á birgðir félagsins þannig að öllum sé ljóst hvað við eigum og að hlutirnir séu í lægi er á þeim þarf að halda. Nefndin gæti einnig gefið hugmyndir af hlutum sem vantaði svo eitthvað sé nefnd. Tek mér það bessaleifi að óska eftir fólki í þessa nefnd. Tilvalið starf fyrir áhugasama sem tilbúnir eru að leggja Mosverjum lið t.d. eitt kvöld í mánuði. Blanda af starfandi skátum og fullorðnum er góð í svona nefnd. Endilega hafðu samband við starfsmanninn ef þú hefur áhuga.

Ágætu Mosverjar.

Þann 11. febrúar var haldin kynningarfundur um ferð Íslendinga til Svíþjóðar á alheimsmót skáta "Jamboree" í júlí 2011.  Allir þeir sem fæddir eru 1993-1997 geta verið þátttakendur á mótinu. Þeir sem náð hafa 18 ára aldri  eiga  kost á að verða starfsmenn mótsins, 20 ára og eldri geta einnig orðið sveitarforingjar ísl. skáta eða starfsmenn fararstjórnar.

Þann 1. apríl á að vera búinn að skrá sig á heimasíðu Bandalags ísl. skáta. Hægt er að klikka á þessa krækju http://www.skatar.is/jamboree2011/default.asp?ItemGroupID=253&ItemID=1489

Mosverjar munu reyna að styðja við skátana við söfnun á farareyri.

Stjórn Mosverja.

Vegna veðurs hefur verið tekin ákvörðun um að fresta gönguferð á Hengil sem vera átti á laugardag um rúma viku.

Gengið verður á Hengil, sunnudaginn 14. mars 2010. Mæting við skátaheimili Mosverja kl. 10:00.

Á hátíðarfundi Mosverja sem haldinn var 25. febrúar s.l. voru valdir efnilegustu skátarnir og skáti ársins.

Efnilegustu skátarnir voru aðstoðarforingjarnir Hrefna Björk og Jóhann Embla. Þær hafa starfað í Mosverjum frá ylfingum/drekaskátum og eru nú aðstoðarforingjar Drekaskáta í Mosverjum. Þær sýna starfinu áhuga og drekaskátunum líkar við þær. Mosverjar vonast til að þær eigi eftir að starfa vel og lengi að skátastarfi í framtíðinni og vonandi í Mosverjum.

Skáti ársins í Mosfellsbæ var valinn Henry Hálfdánarson. Hann hefur lengi starfað að skátamálum fyrir skáta á Íslandi. Síðastliðið haust kom hann til starfa sem foringji í DS. Órion og hefur haft mikil áhryf á skátana. Hann stjórnaði liðum Mosverja í undankeppni Smáþjóðaleika skáta í Evrópu. Auðvitað vonast Mosverjar eftir því að þetta sé aðeins upphafið að starfi hans fyrir Mosverja og við eigum eftir að fá notið starfskrafta hans lengi enn.

Þá fengu þau Magnea Ingimundardóttir og Erlendur Fjeldsted viðurkenningar en þau hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér til frekari starfa í stjórn Mosverja á komandi aðalfundi.

Ólafur Loftson skáti úr Alþjóðlegu rústabjörgunarsveitinni sem fór til Haiti hélt fyrirlestur og sýndi okkur myndir af ferð sveitarinnar þangað. Fróðlegt og skemmtilegt.

Fyrir stundu lauk undankeppni smáþjóðaleika skáta sem haldið verið í sumar. Til að öðlast þátttökurétt í lokamótinu verð á enda í 1 af tveim efstu sætum í undnakeppni sem fram fór í dag. Annar flokkurinn frá DS. Óríons úr Mosverjum varð fyrir valinu til að taka þátt. Flokkinn skipa Snorri, Jökull, Jóhanna Embla, Þórhildur, Bergsveinn.

Allir skátar úr DS. Órion eiga skilið mikið hrós fyrir þrotlausar æfingar undanfarnar vikur. Yfirþjálfari hópsins Henry og sveitarforingi DS. Órions eiga einnig skilið hrós.

Mosverjar óska öllum hópnum til hamingju og megi þeim ganga vel við undirbúning og þátttöku á Smáþjóðaleikunum í sumar.


Smáþjóðaleikarnir (Euro-Mini-Jam) verða haldnir í fyrsta sinn í sumar. Til að eiga möguleika á að taka þátt  þarf að vinna til sigurs í forkeppninni sem fer fram í Skemmtigarðinum í Grafarvogi á laugardaginn kemur þ.e. 20. feb. Mæting er í skátaheimili Hamars klukkan 10. Keppnin stendur fram á kvöld. Endilega komið við og hvetjum DS Órion til dáða. Þau hafa í æft stíft undanfarið.

Nokkrir skátar úr foringjaliði Mosverja hafa undanfarnar vikur unnið með Bandalagi íslenskra skáta að stefnumótun samtakanna og lauk þessari vinnu með skilum hópanna á tillögum til úrlausnar á stórum fundi þann 13. febrúar s.l. Úr þessum tillögum verður síðan unnið frekar og stefnumótun BÍS borin undir næsta skátaþing.

Það er gaman að segja frá því að nokkrar tillögur komu fram um eflingu starfs fyrir fullorðna, það er þeirra sem eru eldri en 22 ára. Mosverjar hafa nú í 2 ár verið með starf fyrir þennan aldur og er oft vísað í þetta starf á skrifstofu Bandalagsins og hefur undirritaður og Ævar, okkar ástkæri félagsforingi, haldið fyrirlestur þar sem þetta starf hefur borið á góma.

Áfram Mosverjar

Gunnar Atlason

Í dag, föstudaginn 5. febrúar ætlar Ds. Óríon að fara í klifurhúsið.

Áætluð mæting er kl. 8 og fáum við að vera eins lengi og við viljum, en miðum við að vera til tíu, hálf ellefu. Krakkarnir þurfa að koma sér sjálf á staðinn.

Verðið í klifurhúsið er 600 kr.

Á foreldrafundi var rætt um að Landvættanámskeiðið falli niður. Beðist er velvirðinga á því að tæknin er eitthvað að stríða okkur og við getum ekki fjarlægt hana af dagskránni sem lesa má hér fyrir neðan.

Með öðrum orðum. Landvættanámskeiðið er ekki á dagsrká hjá DS Órion.

Foringjar.

Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla.

Nú í vikunni hefst skátastarfið á þessu ári. Foringjar og stjórn, um 20 manns, hafa setið yfir dagskránni nú um helgina og afreksturinn er að koma í ljós. Margt spennandi er á dagskrá vorannar og langt fram á sumarið. Allt þetta verður sett á heimasíðuna fljótlega og þá verður einnig foreldrafundur haldinn 26. janúar þar sem farið er yfir alla dagskrá og viðburði fram á vorið. Gott er að skoða heimasíðuna reglulega en þar eru settar fréttir af starfinu og einnig tilkynningar.

Greina mátti tilhlökkun hjá foringjunum og mikinn hug á að skátastarfið verði skemmtilegt og spennandi.

Stjórn Mosverja vill hvetja fjölskyldur til að vera mikið saman og bendir á að göngutúr í nátttúrunni kostar ekkert. 

Áætlun DS. Óríon – Vor 2010

 

 

Fundur nr.

Dags

Atburðir - fundir

Athugasemdir

1

13. Jan

Kynna dagskrá, fara yfir viðburði o.fl

 

2

20. Jan

Undirbúningur m-euro jam, trönubyggingar

 

3

27. Jan

Undirbúningur m-euro jam, trönubyggingar

 

4

3. Feb

Undirbúningur m-euro jam, Þol - Drífa ekki

 

5

10. Feb

Undirbúningur m-euro jam, Þol

 

6

17. Feb

Undirbúningur m-euro jam, þriðja þraut

 

 

20-21 feb

Euro minijam – undankeppni, Ísland, haldið í skátaheimili Hamars

Undankeppni fyrir alþjóðlegt mót á úlfljótsvatni í sumar

7

24. Feb

BP dagur (ath, tímasetningu á netinu þegar nær dregur)

 

8

3. Mars

Unduirbúningur fyrir hroll - rötun

 

9

10. Mars

Undirbúningur fyrir hroll – æfingar

 

 

12-14. mars

Hrollur

Útilífs og ævintýrakeppni

10

17. Mars

Vídjó popp fundur

 

11

 24. Mars

 

 

12

 31. Mars

Fundur fellur niður

Páskar

13

 7. Apr

Léttur fundur

Páskar

14

 14. Apr

Fræðslukvöld - leynigestur

 

15

 21. Apr

Undirbúningur fyrir útilegu

 

 

23-25. apríl

Sveitarútilega

 

16

 28. Apr

Undirbúningur fyrir ratleik

 

 

4. maí

Drakó Ratleikur

 

17

 5. Maí

Gönguferð

 

18

 12. Maí

Laser Tag fundur

 

19

 26. Maí

Partífundur

Próf í skólum

 

 

 

ATH, breytingar geta orðið á dagskránni