Fréttir

Á hátíðarfundi Mosverja sem haldinn var 25. febrúar s.l. voru valdir efnilegustu skátarnir og skáti ársins.

Efnilegustu skátarnir voru aðstoðarforingjarnir Hrefna Björk og Jóhann Embla. Þær hafa starfað í Mosverjum frá ylfingum/drekaskátum og eru nú aðstoðarforingjar Drekaskáta í Mosverjum. Þær sýna starfinu áhuga og drekaskátunum líkar við þær. Mosverjar vonast til að þær eigi eftir að starfa vel og lengi að skátastarfi í framtíðinni og vonandi í Mosverjum.

Skáti ársins í Mosfellsbæ var valinn Henry Hálfdánarson. Hann hefur lengi starfað að skátamálum fyrir skáta á Íslandi. Síðastliðið haust kom hann til starfa sem foringji í DS. Órion og hefur haft mikil áhryf á skátana. Hann stjórnaði liðum Mosverja í undankeppni Smáþjóðaleika skáta í Evrópu. Auðvitað vonast Mosverjar eftir því að þetta sé aðeins upphafið að starfi hans fyrir Mosverja og við eigum eftir að fá notið starfskrafta hans lengi enn.

Þá fengu þau Magnea Ingimundardóttir og Erlendur Fjeldsted viðurkenningar en þau hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér til frekari starfa í stjórn Mosverja á komandi aðalfundi.

Ólafur Loftson skáti úr Alþjóðlegu rústabjörgunarsveitinni sem fór til Haiti hélt fyrirlestur og sýndi okkur myndir af ferð sveitarinnar þangað. Fróðlegt og skemmtilegt.

Fyrir stundu lauk undankeppni smáþjóðaleika skáta sem haldið verið í sumar. Til að öðlast þátttökurétt í lokamótinu verð á enda í 1 af tveim efstu sætum í undnakeppni sem fram fór í dag. Annar flokkurinn frá DS. Óríons úr Mosverjum varð fyrir valinu til að taka þátt. Flokkinn skipa Snorri, Jökull, Jóhanna Embla, Þórhildur, Bergsveinn.

Allir skátar úr DS. Órion eiga skilið mikið hrós fyrir þrotlausar æfingar undanfarnar vikur. Yfirþjálfari hópsins Henry og sveitarforingi DS. Órions eiga einnig skilið hrós.

Mosverjar óska öllum hópnum til hamingju og megi þeim ganga vel við undirbúning og þátttöku á Smáþjóðaleikunum í sumar.


Smáþjóðaleikarnir (Euro-Mini-Jam) verða haldnir í fyrsta sinn í sumar. Til að eiga möguleika á að taka þátt  þarf að vinna til sigurs í forkeppninni sem fer fram í Skemmtigarðinum í Grafarvogi á laugardaginn kemur þ.e. 20. feb. Mæting er í skátaheimili Hamars klukkan 10. Keppnin stendur fram á kvöld. Endilega komið við og hvetjum DS Órion til dáða. Þau hafa í æft stíft undanfarið.

Nokkrir skátar úr foringjaliði Mosverja hafa undanfarnar vikur unnið með Bandalagi íslenskra skáta að stefnumótun samtakanna og lauk þessari vinnu með skilum hópanna á tillögum til úrlausnar á stórum fundi þann 13. febrúar s.l. Úr þessum tillögum verður síðan unnið frekar og stefnumótun BÍS borin undir næsta skátaþing.

Það er gaman að segja frá því að nokkrar tillögur komu fram um eflingu starfs fyrir fullorðna, það er þeirra sem eru eldri en 22 ára. Mosverjar hafa nú í 2 ár verið með starf fyrir þennan aldur og er oft vísað í þetta starf á skrifstofu Bandalagsins og hefur undirritaður og Ævar, okkar ástkæri félagsforingi, haldið fyrirlestur þar sem þetta starf hefur borið á góma.

Áfram Mosverjar

Gunnar Atlason

Í dag, föstudaginn 5. febrúar ætlar Ds. Óríon að fara í klifurhúsið.

Áætluð mæting er kl. 8 og fáum við að vera eins lengi og við viljum, en miðum við að vera til tíu, hálf ellefu. Krakkarnir þurfa að koma sér sjálf á staðinn.

Verðið í klifurhúsið er 600 kr.

Á foreldrafundi var rætt um að Landvættanámskeiðið falli niður. Beðist er velvirðinga á því að tæknin er eitthvað að stríða okkur og við getum ekki fjarlægt hana af dagskránni sem lesa má hér fyrir neðan.

Með öðrum orðum. Landvættanámskeiðið er ekki á dagsrká hjá DS Órion.

Foringjar.

Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla.

Nú í vikunni hefst skátastarfið á þessu ári. Foringjar og stjórn, um 20 manns, hafa setið yfir dagskránni nú um helgina og afreksturinn er að koma í ljós. Margt spennandi er á dagskrá vorannar og langt fram á sumarið. Allt þetta verður sett á heimasíðuna fljótlega og þá verður einnig foreldrafundur haldinn 26. janúar þar sem farið er yfir alla dagskrá og viðburði fram á vorið. Gott er að skoða heimasíðuna reglulega en þar eru settar fréttir af starfinu og einnig tilkynningar.

Greina mátti tilhlökkun hjá foringjunum og mikinn hug á að skátastarfið verði skemmtilegt og spennandi.

Stjórn Mosverja vill hvetja fjölskyldur til að vera mikið saman og bendir á að göngutúr í nátttúrunni kostar ekkert. 

Áætlun DS. Óríon – Vor 2010

 

 

Fundur nr.

Dags

Atburðir - fundir

Athugasemdir

1

13. Jan

Kynna dagskrá, fara yfir viðburði o.fl

 

2

20. Jan

Undirbúningur m-euro jam, trönubyggingar

 

3

27. Jan

Undirbúningur m-euro jam, trönubyggingar

 

4

3. Feb

Undirbúningur m-euro jam, Þol - Drífa ekki

 

5

10. Feb

Undirbúningur m-euro jam, Þol

 

6

17. Feb

Undirbúningur m-euro jam, þriðja þraut

 

 

20-21 feb

Euro minijam – undankeppni, Ísland, haldið í skátaheimili Hamars

Undankeppni fyrir alþjóðlegt mót á úlfljótsvatni í sumar

7

24. Feb

BP dagur (ath, tímasetningu á netinu þegar nær dregur)

 

8

3. Mars

Unduirbúningur fyrir hroll - rötun

 

9

10. Mars

Undirbúningur fyrir hroll – æfingar

 

 

12-14. mars

Hrollur

Útilífs og ævintýrakeppni

10

17. Mars

Vídjó popp fundur

 

11

 24. Mars

 

 

12

 31. Mars

Fundur fellur niður

Páskar

13

 7. Apr

Léttur fundur

Páskar

14

 14. Apr

Fræðslukvöld - leynigestur

 

15

 21. Apr

Undirbúningur fyrir útilegu

 

 

23-25. apríl

Sveitarútilega

 

16

 28. Apr

Undirbúningur fyrir ratleik

 

 

4. maí

Drakó Ratleikur

 

17

 5. Maí

Gönguferð

 

18

 12. Maí

Laser Tag fundur

 

19

 26. Maí

Partífundur

Próf í skólum

 

 

 

ATH, breytingar geta orðið á dagskránni

Helgina 4-6 desember fóru D.s Óríon í útilegu upp á Hellisheiði. Lagt var af stað frá skátaheimilinu kl. 7. Foreldrar hjálpuðu til við að keyra upp á heiði. Þegar við komum upp á heiði var tals verð ófærð og  ekki komust allir bílar komust upp að skálanum svo nokkrir þurftu að labba upp í skálann frá veginum. Um kvöldið kom óvæntur leynigestur sem hafði rávað um heiðina týndur í þrjá daga. Þá reyndi á skyndihjálparfærni krakkanna og stóðu þau sig ágætlega. (leynigesturinn var skáti frá Landnemum sem var á leiðinni upp á heiði og fékk að gista í skálanum með okkur föstudagsnóttina). Á föstudagskvöldinu fóru einnig nokkrir út til þess að grafa lambalærin fyrir laugardags kvöldmatinn ofan í brekku með jarðhita og þau voru látin eldast þar.

Á laugardeginum var farið í gönguferð í Innstadal og gert ýmislegt skemmtilegt þar. Um kvöldið voru lambalærin grafin upp úr brekkunni og þau voru borðuð með bernes sósu og kartöflusallati. Samkvæmt Henry voru þetta bestu lambalæri sem hann hafði nokkurntíman smakkað. Vegna þess að allir voru þreyttir eftir gönguferðina um daginn héldum við okkur inni í skála og spiluðum.

Sunnudagurinn fór að mestu í tiltekt. Þegar krakkarnir voru búnir að ganga frá dótinu sínu fóru einhverjir út að leika sér í snjónum meðan beðið var eftir foreldrum sem ætluðu að sækja.

Útilegan gekk vel í alla staði og ég þakka krökkunum kærlega fyrir skemmtilega helgi

Ds. IBIZA

Dagana 28.-30. desember verður dróttskátamótið ds. Ibiza haldið í Þjórsárveri. Dagskráin verður með glæsilegasta móti og má þar meðal annars nefna íþróttamót, matreiðslukeppni flokkanna og ball.

Eins og nafnið gefur til kynna þá er þemað sólstrandarstemming og því mikilvægt að mæta í viðeigandi búningi, því hvar er sólstrandastemningin án Hawaii-skyrtanna og  blómsveiganna?

Mótið byggist mikið á flokkastarfi og því þurfa skátar að skrá sig í flokkum. Hvert félag þarf að senda einn foringja sem er orðinn 18 ára til að hafa umsjá með flokkunum úr sínum félögum.

Fyrir hverja: Alla dróttskáta

Hvar: Þjórsárveri, rétt austan við Selfoss

Hvenær: 28.-30. desember

Brottför: Frá Hraunbæ 123, 28.des. kl. 12:00
Heimkoma: 30. des. kl. 15:00

Þátttökugjald:
Innifalið er gisting í 2 nætur, kvöldmatur og morgunmatur og svo er val um að fara með rútu eða koma sér sjálfur austur.
Þátttökugjald ef farið er með rútu: 6.750 kr
Þátttökugjald án rútu: 5.250 kr.
Staðfestingargjald: 1.500 kr. þarf að greiða eigi síðar en 18.des.

Hvernig á að borga? Greiðslur leggist inn á reikining 1185-26-640.
Kvittun sendist á netfangið:


Ath. skráningu lýkur: 18. desember

Skráning á skátavefnum, www.skatar.is

Velkomin á Útivistarsvæði Mosfellsbæjar

Mosfellsbær er um 200 ferkílómetrar að stærð. Hér eru víðáttumikil náttúruleg svæði og einstakir útivistarmöguleikar í ósnertu landslagi upp til heiða, við vötn, ár og strandlengjuna. Áberandi eru fellin og gróðursælir dalir þar sem er jarðhiti.

Leiruvogur gengur inn úr Kollafirði og í hann falla þrjár ár: Leirvogsá, Kaldakvísl og Varmá. Leiruvogur er nefndur alloft í fornsögum, þar var alþekkt skipalægi til forna og þaðan var greið leið til Þingvalla og annarra landshluta.

Gönguleiðir eru margar og fjölbreyttar í Mosfellsbæ. Þær liggja um dali og fell, það hæsta er  Grímannsfell, tæplega 500 m.y.s. Náttúruperlur og skoðunarverðir staðir eru víða við gönguleiðirnar. Má þar nefna: Köldukvísl og Helgufoss, Varmá og Álafosskvos, Nóngilsfoss og Katlagil, Grettistak á Þverfelli og Seljadal. Á sveitarmörkum er síðan Leirvogsá og Tröllafoss, sem er friðlýst náttúruvætti. Fornar þjóðleiðir, seljarústir og aðrar sögulegar minjar má einnig finna á útivitarsvæðinu.

Nú hefur Skátafélagið Mosverjar í samstarfi við Mosfellsbæ lokið 1. áfanga í 3 ára verkefni við stikaðar gönguleiðir um útivistarsvæði Mosfellsbæjar.  Á þessu ári hefur svæðið verið skipulagt, göngukort gefið út og stikaðar um 10 km af gönguleiðum á útivistarsvæðinu. Á næstu árum verður haldið áfram að merkja gönguleiðir, alls um 65 km.

Farið verður í skála á Hellisheiði sem heitir Kútur. Ekkert rafmagn eða vatn er í skálanum en gashitarar eru í skálanum. Skálinn er í toppsnandi og svefnpláss í rúmum er fyrir 10 manns. Við munum koma með dýnur fyrir þá sem ekki komast fyrir í rúmum.

Útbúnaðarlisti:
Gönguskór, strigaskór eða sandalar til að vera í inni, vatns og vindheld utanyfirföt, hlý peysa, föt til skiptana, ullarsokkar, húfa, vetlingar, vasaljós (höfuðljós ef svoleiðis er í boði), diskur, hnífapör. (ath að listinn er ekki tæmandi)
Gott er að hafa með dúnúlpu, ullarpeysu og almennt nóg af hlýum fötum því gert er ráð fyrir að það verði kalt. Nammi er leyfilegt í útilegunni.
Ekki má taka með: orkudrykki, síma, ipod/mp3/mp4/vasadiskó eða nokkuð annað sem spilar tónlist, tölvuspil og vonda skapið.

Sameginlegur matur verður í útilegunni.
Ef einhver er með mataróþol eða sérþarfir með fæði, látið mig eða Henry vita

Foringjar verða með síma sem hægt er að hafa samband við krakkana í. Drífa:6596765 og Henry: 8987912

Lagt verður af stað frá skátaheimilinu kl. 7 föstudaginn 4. Desember.
Til að halda kostnaði í lágmarki munum við ekki panta rútu, en við skorum á foreldra til að skutla og sækja krakkana.
Þeir foreldrar sem bjóða sig fram til að annað hvort skutla krökkunum kl. 7 á föstudegi eða sækja þá kl. 3 á sunnudegi upp á hellisheiði

Til þeirra foreldra sem vilja skutla eða sjækja, þá munum við útbúa kort til leiðbeiningar.

Áætlað er að krakkarnir komi aftur í skátaheimilið kl. 4 ár sunnudegi

Kostnaður í útilegu verður auglýstur síðar og er það aðallega kostnaður við matinn. Ekki er borgað neitt í skálagjöld.

Breyting hefur verið frá fyrri plönum. Útilega Ds. Óríon verður ekki haldin helgina 27-29 nóvember heldur verður hún 4-6 desember.

Farið verður í skála á Hellisheiði sem heitir Kútur. Skálinn er ekki með vatni eða rafmagni en gashitari er í skálanum.

Útbúnaðarlisti og fleiri upplýsingar má finna á svæði DS. Órion eða með því að klikka hér http://mosverjar.is/index.php?option=com_content&view=category&layout=blog&id=13&Itemid=25