Fálkaskátar

Hið ókannaða


Skátum á aldrinum 10 - 12 ára er skipt í stráka og stelpusveit. Þar fer fram hin hefðbundna skátaþjálfun og eru verkefnin margvísleg. Í fálkaskátum eru skátarnir að læra hvernig á að skipuleggja tjaldbúðir og margir fara á fyrsta skátamótið.

Þeir læra að ganga í fánaborg og fara margir í fyrstu hæk-ferðina sína.

Skátaklútur fálkaskáta er vínrauður og hvatatáknin eru perlur á leðuról.