Róverskátar | 19-25 ára

mánudaga kl. 20:00-22:00

Róverskátar nefnist elsta aldursbil þátttakenda í skátastarfi um víða veröld. Aldursbilið er ekki bara alþjóðlegt að fyrirmynd heldur er starf róverskáta einnig alþjóðlegt og tækifærin í alþjóðastarfi á vegum skátahreyfingarinnar gífurlega mörg. Róverskátar sinna flestir einhverjum ábyrgðarstöðum ýmist innan skátafélaganna eða á breiðari vettvangi skátahreyfingarinnar á Íslandi. Markmið skátastarfs er að valdefla ungmenni og þannig gefst róverskátum færi að spreyta sig á verkefnastjórnun, viðburðahaldi, stjórnarsetu og ýmsum öðrum spennandi tækifærum sem bjóðast sjaldnar utan skátastarfs.

Á róverskátaaldri eru skátar orðnir færir um að hrinda öllum sínum hugmyndum í framkvæmd, sama hvort þær snúi að þeirra eigin starfi eða annarra og til þess hafa róverskátar eins greiðan aðgang sem og að aðbúnaði skátahreyfingarinnar. Í róverskátunum er félagskapurinn alþjóðlegur, viðfangsefnin krefjandi, getan gífurleg og tækifærin því endalaus. Fjölmargir hefja skátastarf ekki fyrr en á róverskátaaldri þrátt fyrir að hafa aldrei tekið þátt í skátastarfi áður og fyrir þeim opnast nýr heimur ævintýra og upplifana.

Sveitarforingjar:

Ísak Árni Eiríksson Hjartar
isak(hjá)mosverjar.is

Óli Björn Sigurðsson

Skátafélagið Mosverjar
︎  Álafossvegi 18 |  270 Mosfellsbæ
︎  mosverjar@mosverjar.is
Skátafélagið Mosverjar
︎  Álafossvegi 18 | 270 Mosfellsbæ
︎  mosverjar(hjá)mosverjar.is