Drekaskátar | 7-9 ára
mánudaga 16:30 - 17:30Skátarnir fást við margvísleg viðfangsefni á drekaskátaaldri. Þá einbeita skátarnir sér að mestu leyti að leikjum og skemmtilegum verkefnum sem styrkja ýmsa dýrmæta eiginleika svo sem traust, þolinmæði, samvinnu, samkennd og sjálfsbjargarviðleitni.
Á þessum yngstu árum í skátastarfi öðlast skátarnir grunn í allskyns færni sem þau skerpa enn fremur á efri aldursbilum. Þrátt fyrir ungan aldur eru skyndihjálp, útieldun, rötun, náttúruvitund og útivera í ýmsum aðstæðum á meðal þess sem drekaskátar fá að reyna.
Drekaskátarnir halda vikulega fundi og fara í tvær dagsferðir yfir veturinn - eina á hvorri önn. Drekaskátamót er svo haldið í júní á hverju ári. Mótið er vanalega haldið á Úlfljótsvatni þar sem drekaskátar af öllu landinu koma saman, reisa tjaldbúð, taka þátt í fjölbreyttri dagskrá og gista eina nótt í tjaldi.
Sveitarforingi:
Dagbjört Brynjarsdóttir
dagga(hjá)mosverjar.is
Skátafélagið Mosverjar
︎ Álafossvegi 18 | 270 Mosfellsbæ
︎ mosverjar@mosverjar.is
︎ Álafossvegi 18 | 270 Mosfellsbæ
︎ mosverjar@mosverjar.is
Skátafélagið Mosverjar
︎ Álafossvegi 18 | 270 Mosfellsbæ
︎ mosverjar(hjá)mosverjar.is
︎ Álafossvegi 18 | 270 Mosfellsbæ
︎ mosverjar(hjá)mosverjar.is