Hrefnuskátar | 6 ára

frístundarseli Lágafellsskóla

Hrefnuskátar er nýjung í Mosverjum. Sveitin starfar innan frístundasels Lágafellsskóla en skátarnir eru í fyrsta bekk. Hópurinn er lítill og með einn foringja sem einnig er starfsmaður frístundaselsins. Þar funda þau einu sinni í viku og fá að kynnast fyrstu skrefum skátastarfs.

Þau vinna skemmtileg verkefni, kynnast útivistinni og hafa gaman saman. Þau æfa sig í að fylgja leiðbeiningum foringjans og vinna saman með hinum hrefnuskátunum. Þau læra einnig að finna lausnir á einföldum vandamálum og ræða saman um hvernig best er að leysa fjölbreytt verkefnin. Hrefnuskátarnir eru góður undirbúningur fyrir drekaskátastarfið þar sem hópurinn er stærri og verkefnin flóknari. 

Sveitarforingi:
Hrafnhildur Oddný Sigurgísladóttir
Skátafélagið Mosverjar
︎  Álafossvegi 18 |  270 Mosfellsbæ
︎  mosverjar@mosverjar.is
Skátafélagið Mosverjar
︎  Álafossvegi 18 | 270 Mosfellsbæ
︎  mosverjar(hjá)mosverjar.is