Jólafundur Mosverja
11. desember 2024
Skátafélagið óskar öllum Mosverjum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári.
Takk fyrir frábært ár.
1. Tendraðu lítið skátaljós
Tendraðu lítið skátaljós
láttu það lýsa þér,
láttu það efla andans eld
og allt sem göfugt er.
Þá verður litla ljósið þitt
ljómandi stjarna skær,
lýsir lýð, alla tíð nær og fjær.
2. Ég sá mömmu kyssa jólasvein
Ég sá mömmu kyssa jólasvein
við jólatréð í stofunni í gær.
Ég læddist létt á tá
til að líta gjafir á,
hún hélt ég væri steinsofandi Stínu dúkku hjá
Og ég sá mömmu kitla jólasvein
og jólasveinninn út um skeggið hlær.
Ja, sá hefði hlegið með
hann pabbi minn hefð'ann séð
mömmu kyssa jólasvein í gær.
Ég sá mömmu kyssa jóla svein
við jólatréð í stofunni í gær.
Ég læddist létt á tá til að líta gjafir á,
hún hélt ég væri steinsofandi Stínu dúkku hjá
Og ég sá mömmu kitla jólasvein
og jólasveinninn út um skeggið hlær.
Ja, sá hefði hlegið með
hann pabbi minn hefð'ann séð
mömmu kyssa jólasvein í gær.
3. Jólahjól
Undir jóla hjóla tré
er pakki
Undir jóla hjóla tré
er voðalega st ór pakki
í silfur pappír
og mamma og pabbi glotta í laumi í kampinn
Skyld' það vera jólahjól
Skyld' þetta vera hjólajól
Skyld' það vera jólahjól
Skyld'etta vera hjólajól
Úti í jólahjólabæ slær klukka
úti í jólahjólabæ
hringir jólahjólaklukkan jólin inn
Ég mæni útum gráa glugga
og jóla sveinninn glottir bakvið ský
út í bæði
Skyld' það vera jólahjól
Skyld' þetta vera hjólajól
Skyld' það vera jólahjól
Skyld'etta vera hjólajól
Mamma og pabbi
þegja og vilja ekkert segja
Skyld' það vera jólahjól
Vona að það sé jólahjól
Von'etta séu hjólajól
Undir jóla hjóla tré
er pakki
Undir jóla hjóla tré
er voðalega stór pakki
í silfur pappír
og mamma og pabbi glotta í laumi í kampinn
útí bæði
|: Skyld' það vera jólahjól
Skyld' þetta vera jólahjól
Skyld' það vera jólahjól
Skyld'þetta vera hjólajól :|
Skyld' það vera jólahjól jólahjól
Ætlað það sé mótorhjól (mótorhjól)
Skyld' það vera jólahjól (jólahjól)
Skyld'þetta vera hjólajól hjólajól
4. Skín í rauðar skotthúfur
Skín í rauðar skotthúfur
skugga langan dag inn,
jólasveinar sækja að
sjást um allan bæinn.
Ljúf í geði leika sér
lítil börn í desember,
inn í frið' og ró,
út ' í frost og snjó
því að brátt koma björtu jólin,
bráðum koma jólin.
Uppi á lofti, inni í skáp
eru jólapakkar,
titra öll af tilhlökkun
tindilfættir krakkar.
Komi jólakötturinn
kemst hann ekki í bæinn inn,
inn' í frið og ró,
út' í frost og snjó,
því að brátt koma björtu jólin,
bráðum koma jólin.
Stjörnur tindra stillt og rótt,
stafa geislum björtum.
Norðurljósin loga skær
leika á himni svörtum.
Jólahátíð höldum vér
hýr og glöð í desember
þó að feyki snjó
þá í friði og ró
við höldum heilög jólin
heilög blessuð jólin.
5. Hátíð í bæ
Ljósadýrð loftin gyllir,
lítið hús yndi fyllir,
og hugurinn heimleiðis leitar því æ,
man ég þá er hátíð var í bæ.
Ungan dreng ljósin laða,
Litla snót geislum baða.
Ég man það svo lengi sem lifað ég fæ
lífið þá er hátið var í bæ.
Hún fékk bók en
hann fékk nál og tvinna,
hönd í hönd þau leiddust kát og rjóð.
Sælli börn nú sjaldgjæft er að finna,
ég syng um þau mín allra bestu ljóð.
Söngur blítt svefninn hvetur,
systkin tvö ei geta' betur,
en sofnað hjá mömmu,
ég man þetta æ,
man það þá er hátíð var í bæ.
man það þá er hátíð var í bæ.
6. Bakpokinn
Hann ljótur er á litinn
og líka' er striginn slitinn
þó bragðast vel hver bitinn
úr bakpokanum enn.
Á mörgum fjallatindi
í miklu frosti' og vindi
hann var það augnayndi
sem elska svangir menn.
Hæ, gamli pokinn góði
nú get ég þess í ljóði
að ég var mesti sóði,
sem illa fór með þig.
Ég fól þér allt að geyma,
sem ei var eftir heima,
og ekki má því gleyma,
að aldrei sveikstu mig.
Nú gríp ég gamla malinn
og glaður held á dalinn,
því óskasteinn er falinn
við Íslands hjartarót.
Ég hlýði á lækjarniðinn
og hlusta á lóukliðinn
og finn í hjarta friðinn
við fjallsins urð og grjót.
7. Í skóginum stóð kofi einn
Í skóginum stóð kofi einn,
sat við gluggann jólasveinn,
þá kom lítið héraskinn,
sem vildi komast inn:
”Jólasveinn ég treysti' á þig,
því veiðimaður skýtur mig.”
”Komdu litla héraskinn,
því ég er vinur þinn.”
En veiðimaður kofann fann,
og jólasveininn spurði hann:
“Hefur þú séð héraskinn
hlaupa’ um hagann þinn?”
“Hér er ekkert héraskott.
Hypja þú þig héðan brott.”
Veiðimaður burtu gekk,
og engan héra fékk.
8. Snjókorn falla
Snjókorn falla á allt og alla
börnin leika og skemmta sér
nú ert árstíð kærleika og friðar
komið er að jólastund.
Vinir hittast og halda veislur
borða saman jólamat
gefa gjafir - fagna sigri ljóssins
syngja saman jólalag.
Á jólaball við höldum í kvöld
ég ætl'a' kyssa þig
undir mistilteini í kvöld við kertaljóssins loga.
Plötur hljóma - söngvar óma
gömlu lögin syngjum hátt
bar' ef jólin væru aðeins lengri
en hve gaman væri þá.
Á jólaball við höldum í kvöld
ég ætl'a' kyssa þig
undir mistilteini í kvöld við kertaljóssins loga
Plötur hljóma - söngvar óma
gömlu lögin syngjum hátt
bar' ef jólin væru aðeins lengri
en hve gaman væri þá.
Snjókorn falla á allt og alla
börnin leika og skemmta sér
nú ert árstíð kærleika og friðar
komið er að jólastund.
Vinir hittast og halda veislur
borða góðan jólamat
gefa gjafir - fagna sigri ljóssins
syngja saman jólalag
9. Dansaðu vindur
Kuldinn, hann kemur um jólin
með kolsvarta skugga.
Krakkarnir kúra í skjóli
hjá kerti í glugga.
Vindur, já dansaðu vindur,
er vetur og kuldi gefa nýjan þrótt.
Vindur, já dansaðu vindur,
vertu á sveimi' um kalda jólanótt.
Núna nístir í snjónum
um nóttina svörtu,
nærast á takti og tónum
titrandi hjörtu.
Vindur, já dansaðu vindur,
er vetur og kuldi gefa nýjan þrótt.
Vindur, já dansaðu vindur,
vertu á sveimi' um kalda jólanótt.
Vindur, já dansaðu vindur!
Að vetri fá börn að finna húsaskjól.
Vindur, já dansaðu vindur!
Veturinn færir börnum heilög jól.
Úti fær vindur að valda
voldugum tónum.
Núna nötrar af kulda
nóttin í snjónum
Vindur, já dansaðu vindur!
Að vetri fá börn að finna húsaskjól.
Vindur, já dansaðu vindur!
Veturinn færir börnum heilög jól.
Óoo, vindur, já dansaðu vindur!
Veturinn færir börnum heilög jól.
10. Aðeins lengur
Mmm-mmm
Ég vil vera hér
aðeins lengur
aðeins lengur hér með þér.
Mmm-mmm
Þett er svo notalegt
og það er undarlegt
að morgni verðum við ei hér.
Mmm-mmm
Þegar hausta fer
ég kveðju þína ber
svo hlý´og góð´í hjarta mér
Mmm-mmm
Er árin líða hjá,
við minningarnar þá
ég get þá alltaf hlýjað mér.
Mmm-mmm
Ég við vera hér,
Aðeins lengur,
Aðeins lengur hér með þér
11. Þýtur í laufi
Þýtur í laufi bálið brennur.
Blærinn hvíslar: "Sofðu rótt."
Hljóður í hafi röðull rennur,
roðnar og bíður góða nótt.
Vaka þá ennþá vinir saman
varðeldi hjá í fögrum dal.
Lífið er söngur, glaumur gaman.
Gleðin, hún býr í fjallasal.
Skátafélagið Mosverjar
︎ Álafossvegi 18 | 270 Mosfellsbæ
︎ mosverjar@mosverjar.is
︎ Álafossvegi 18 | 270 Mosfellsbæ
︎ mosverjar@mosverjar.is
Skátafélagið Mosverjar
︎ Álafossvegi 18 | 270 Mosfellsbæ
︎ mosverjar(hjá)mosverjar.is
︎ Álafossvegi 18 | 270 Mosfellsbæ
︎ mosverjar(hjá)mosverjar.is